Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 36
MICHAEL WILDENHAIN
Ellefu mínútur yfir tólf.
Eitt sinn að áliðnum degi stendur Martína sem heitir Dupot að eftirnafni,
á lóð sem er í miðju gamallar húsasamstæðu: það er búið í garðhýsinu,
hliðarvængurinn er yfirgefm verksmiðja þar sem framleidd voru pappa-
spjöld.
Martína Dupot þekkir einungis skírnarnafn sem hefur verið krotað á
innkaupamiða og símanúmer sem enginn hefur svarað í til þessa.
Umsókn hennar um landvistarleyfi hefur verið hafnað. Hana vantar
giftingarpappíra. Það hefði fyrir löngu átt að vera búið að lýsa með hjón-
unum. Allt hefur orðið að gerast í miklum flýti. Hún þarf að skipta um íbúð
daglega. Þeir gætu sótt hana eftir átta daga. Þá sæti hún í varðhaldi, þar til
hún færi úr landi. Lögmaður hennar gæti ekkert aðhafst í málinu.
Það eru fjórir inngangar á verksmiðjunni. Enn er ekki komið myrkur.
Himinninn er þungbúinn. Martína hvíslar hálfvegis, þegar hún kallar fram-
andi nafn verðandi eiginmanns síns sem hún hefur aldrei hitt.
Henni kemur í hug það sem vinir hennar sögðu: „Við erum búnir að
ganga frá öllu.“ Fyrir gluggunum sem snúa út að lóðinni eru gluggatjöld.
Þau þokast hægt til hliðar. Andlit koma í ljós. Tyrkir og Þjóðverjar. Þvínæst er
glugga hrundið upp. Gæti verið hver sem er: útlendingalöggurnar. Einhver
kallar á hana upp og skellir í lás á eftir henni.
Hugsanlegt að ungi maðurinn sem hallar sér fram yfir blikkið á glugga-
karminum ásamt vinkonu sinni - með stríða lokka og Rottweilerhund sem
sleikir á henni handarbakið - finni á þessu augnabliki ekki aðeins fyrir
samúð með Martínu, heldur sé líka að byrja að verða skotinn í henni. Hún
fær kaffi og kökur. Rottweilerhundurinn maular kex.
Hugsanlegt líka að Maríó velti því fyrir sér, þegar hann fer kvöldið eftir
með sex ára frænku sinni og verðandi eiginkonu í bíó til að sjá Pocahontas,
hvað gæti komið fyrir hana eftir fáeina daga í fangelsi í Afríku. Hugsanlegt að
það sé þess vegna sem hann tekur ósjálfrátt með hægri hendinni utan um
vinstri handlegginn á henni.
Fimmtán mínútur yfir tólf.
Á meðan móðir Maríós húkir fýrir framan pýramída úr vandlega sleikt-
um glösum og á meðan vinkona Maríós lætur hugarvílið ná tökum á sér, á
meðan nýtt lag hljómar úr djúkboxinu og hnífurinn gengur ekki á milli
Martínu og Maríós, laumar Friedrich Torgau sér í skuggann af skilrúmum
sem búið er að ýta saman og tekur sér stöðu á bak við tjald sem lyktar af ryki.
Enn er lanst rúm á kornakrinum, því nú er sumar og ekkert sem mæli á móti
því.
Þegar tónlistin byrjar kyssir Maríó Martínu.
34
www.mm.is
TMM 1998:3