Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 59
Volker Braun
Það ólifða
Ennþá geng ég um í þessum búk sem logar af þrá og held ég sé að kafna
úr sorg; eirðarlaus og ekki ákveðinn í neinu, alveg glataður og lifandi.
En nóg um það. Nú er það grímuballið.
Georg ætlaði yfir torgið en eiginlega var honum engin alvara með því; þetta
óvenjulega fjör laðaði hann til sín, hann beindi skrefum sínum í átt að
heimsklukkunni í þöglu samkomulagi við fáránlega tilfinningu sína. Hann
átti ekki von á neinum, neinu eða neinum: og þetta lífsfjör allt um kring!
þessi nýi losti! Framandi taumlaust vald hafði lagt undir sig vöruhús og
verslanir, fánar þess blöktu á framhliðum þeirra og ljósaauglýsingarnar
huldu ufsirnar. Vörurnar flæddu á sundurdregnum grindum út um dyrnar
undir drynjandi músík; og óp götusalanna bak við hlaðin borð með
ávöxtum og drasli undir borgarbrautarbrúnum og jafnvel slæpingjarnir
sem voru á stjái birtust sem farandkaupahéðnar og þurftu að losa sig við
eitthvað, eitthvert skran. Koma því í verð, sagði hann við sjálfan sig, koma
öllu í verð. Hann var enn glaður í bragði þar sem hann hélt leiðar sinnar án
nokkurs erindis og með lafandi handleggi þegar uppveðrað tal tveggja
Grikkja eða Tyrkja fékk hann til að staldra við söluborð, þeir voru að fylla
stóra poka, fullir hrifningar yfir eigin framboði: Alltfyrir tíu mörk (hrörlegar
ferskjur, en það gat hann ekki vitað, og bananar, rotið blómkál) frábær gjöf
handa barnmargri ástkonu, hugsaði hann í vímu og bar byrðina feiminn.
Inn í hóp háværra liðugra karlmanna, svikahrappa sem sátu á hækjum sér
við litlar öskjur með sjálfskeiðunga í jakkavösunum; heimamenn, ennþá
ringlaðir í þessum framandi heimi, létu lokkast svo þeim var ekki við
bjargandi og sjálfur var hann gripinn ómennskri græðgi! Hann reif sig
lausan og gekk undir volduga klukkuna til þess handahófstíma sem þar ríkti
og horfði á klukkur heimsins. Þær gengu allar vitlaust.
Georg hafði fyrir löngu, fyrir mörgum dögum, mælt sér hér mót við Luise:
klukkan 12 að miðevrópskum tíma, til þess að halda áfram með henni.
Halda áfram ... í daðrinu eða út í lífið. Hann hafði ekki spurt sjálfan sig að
því, fannst sér ekki leyfast það. Hún var allt of ung, hlaut að sýnast barn við
TMM 1998:3
www.mm.is
57