Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 43
VIÐTAL Hann sagði eitthvað einkennilegt, í líkingu við það rignir innan í mér og endurtók þetta nokkrum sinnum, þar til við fórum að hlæja. Ég dró minnisbókina mína upp úr vasanum, en spurningarnar sem mér höfðu þótt svo mikilvægar á meðan ég sat við ritstjórnarborðið hefðu ýmist hljómað vandræðalegar, nærgöngular eða ómerkilegar við þetta borð. Kannski hefði ég átt að lesa bók Zoltans til enda. Eftir að hafa lesið fyrstu söguna, dálítið viðkvæmnislega bernskuminningu, hafði ég lagt hana frá mér. Nú fyrst spurði ég sjálfa mig, hvað ég væri að vilja hér, hvað ég vildi þessum manni. Að vera ögrandi, sem var eins konar viðkvæði í blaðinu okkar, virtist mér eiga jafn illa við í þessu herbergi og á gjörgæslu. Við sátum í viðtalsherberginu og Zoltan talaði. Hann sagði frá Wilfried sem hafði lokið gagnfræðaprófi í tukthúsinu og vann nú við að skúra gólf fyrir fjögur mörk og sextíuogtvö pfennig á dag, þar eð ekki var neina aðra vinnu að hafa. Hann er orðinn þreytulegur strax á morgnana þegar hann kemur í klefann til mín, sagði Zoltan. Wilfried segir fátt og oftast það sama. Til hvers? Zoltan sagði líka frá nokkrum öðrum föngum sem hann kallaði félaga sína. Ég horfði á hendurnar á honum, hvernig þær lágu á borðinu, hvernig hann hélt á kaffibollanum, renndi fingrum í gegnum hárið. Sólin skein á hnakkann á mér, ég sneri snældunni við og sú hugsun flögraði að mér að þegar snældan væri á enda væri samtali okkar líka lokið. Ég var ekki með úr á mér og Zoltan ekki heldur. Nú talaði hann eins og við hefðum nægan tíma og ég greip sjaldan ffarn í fyrir honum. Þegar hann kvartaði undan því að félagshyggja ætti ekki upp á pallborðið í fangelsinu, hann mætti ekki einu sinni lána útvarpið eða ritvélina sína, var mér skapi næst að spyrja hvort það hefði verið þess vegna sem hann var settur í útgöngubann, en þá fannst mér allt í einu annað skipta meira máli. Snældan var full, vörðurinn lét ekki sjá sig og ég setti nýja í tækið. Zoltan, sagði ég, má ég spyrja þig um svolítið. Nú auðvitað, sagði hann, til þess ertu hér. Ég var ekki alveg viss í minni sök, en spurði samt. Fékkstu líka við skriftir, áður en þú lentir hér? Zoltan horfði forviða á mig. Hvers vegna, sagði hann, hvers vegna? Hvers vegna ætti ég að skrifa, ef ég væri frjáls? Nú var mér skapi næst að slökkkva á tækinu, en ég lét það ganga. Zoltan vafði sér sígarettu, ég sá hendur hans sem mér líkuðu jafnvel enn betur úr nálægð en í bókabúðinni, þar sem ég hafði einungis tekið eftir því, hvernig hann hreyfði þær, línunum sem hann teiknaði stundum í loftið á meðan hann las. Ég lokaði augunum, sá hendur hans enn fýrir mér, sneri mér undan, horfði út um gluggann þar sem flugvél var í þann mund að hefja sig á loft. Ég spurði Zoltan ekki hvernig honum fýndist að vera lokaður inni með útsýn yfir flugvöllinn. Kannski var hann farinn að venjast því. Ég var varkár í spurningum, of varkár. TMM 1998:3 www.mm.is 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.