Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 8
GERÐUR KRISTNÝ
Missti sjón um tíma
Segja má að Svava hafi skrifað ritgerð sína um Grasaferð samkvæmt læknis-
ráði en hún hefur átt við nokkur veikindi að stríða undanfarin ár. „Ég veiktist
mjög alvarlega síðla árs 1989, sama haust og smásagnasafnið Undir eldfjalli
kom út. Ég fékk slagæðabólgu í gagnaugun sem er lífshættulegur sjúkdómur
ef ekki er að gert. Lyfjameðferð sem tók tvö ár reyndist mér erfið. Svo kom í
ljós að slagæðabólgan var í öllum líkamanum. Ég þurfti að hefja lyfja-
meðferð upp á nýtt. í upphafi veikindanna missti ég sjón um tíma auk þess
sem málstöðvarnar brengluðust. Ég hafði ekki fullt vald á málinu. Læknir
minn á Reykjalundi lagði til að ég byrjaði að skrifa - bara eitthvað - til að
þjálfa mig. Ég þorði lengi vel ekki að byrja. Ég held að mig hafi skort kjark til
að skoða útkomuna. Ég kunni heldur ekki lengur á tölvuna. Það þurrkaðist
bara allt út. Ég vissi ekki hvað átti að gera við þetta dularfulla apparat þótt ég
myndi raunar að ég hefði skrifað á það einhvern tíma. Svo fór nú að rofa til,
augun fóru að lagast og málið. Og einn daginn þegar ég var af tilviljun að
renna augum yfir Grasaferð, því ég fór nú að lesa eins fljótt og mér var mögu-
lega unnt, þá hugsaði ég með mér að það væri nú kannski tími kominn að
fara að ráðum læknisins. Mér datt í hug að reyna að skrifa nokkur orð um
rómantíkina í þessari litlu smásögu. Ég ætlaði að skrifa eitthvað örstutt. En
greinin - eða réttara sagt smásagan - stækkaði svo mikið og reyndist svo
innihaldsrík að ég sit enn límd við tölvuna yfir skáldskap Jónasar Hallgríms-
sonar. En nú er kannski komið að vissum þáttaskilum.“
Frœðin heilluðu
Svava lagði stund á bókmenntanám f Smith College í Massachusetts árin
1950-’52. „Námsgrein mín var enska og enskar bókmenntir. Síðara árið
lagði ég sérstaka áherslu á miðaldabókmenntirnar, bæði fornensku og mið-
aldabókmenntir almennt. Kennari minn í miðaldabókmenntum var
prófessor Howard Patch sem var þekktur miðaldafræðingur og höfundur
margra bóka um bókmenntafræðileg og goðfræðileg efni. Hann lagði mikla
áherslu á samhengi miðaldabókmennta og hugsunar, sameiginleg sagna-
minni og samanburðarfræði. Hann var hafsjór af fróðleik, geysilega
skemmtilegur kennari. Hann flutti ekki almenna fyrirlestra heldur var hann
með lítinn hóp nemenda sem sóttu tíma heima hjá honum. Þar trónaði hann
á skrifstofu sinni í þægilegum hægindastól og talaði yfirleitt sjálfur stans-
laust. Miðaldabókmenntirnar lifnuðu í meðförum hans, heimspekin, goða-
fræðin, skáldskapurinn og jafnvel rit kirkjufeðranna urðu spennandi lestur.
Hann hafði mikla yfirsýn yfir stefnur og strauma, myndmál og munstur og
óf forníslenska goðafræði og sagnaminni bókmenntanna inn í miðalda-
6
www.mm.is
TMM 1998:3