Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 78
RICHARD WAGNER
maturinn kaldur. Ég borða og held áfram að lesa. Sanne vill að ég gangi frá
íbúðinni hennar. Segi upp leigusamningnum. Steffí er með lykilinn. Og af
hverju gerir Steffí það þá ekki? Ég held áffam að borða. í bakgrunninn
hljómar Santur-tónlist. Shivkumar Sharma eða eitthvað svoleiðis. Að mál-
tíðinni lokinni fer ég upp og sest við tölvuna. Nenni því ekki, en banka-
reikningurinn. Dagurinn líður.
Þegar líður að kvöldi hringi ég í Steffí. Ég fékk bréf, segi ég.
Komdu á „Kyrkingarengilinn", segir hún. Klukkan tíu.
Hún er komin þegar ég labba inn á barinn. Hefur meira að segja náð í
tveggjamannaborð. Koss. Ég sest hjá henni.
Það er búið að dæma hana, segir Steffi formálalaust. Fékk fimm ár. Ekkert
smá. Alein í þessu breska fangelsi.
Ekki gott að segja, segir hún. Steffi er óvenju þungt hugsi. Einhver uppgjöf
í svipnum á henni. Ég legg bréfið á borðið. Hún les það og kinkar nokkrum
sinnum kolli á meðan. Lítur upp.
Virðist hafa tekið þig inn að hjartanu, segir hún. Alltaf söm við sig, hugsa
ég með mér.
Og hvers vegna, segi ég. Hvers vegna á ég að ganga frá íbúðinni? Steffi
horfir þegjandi á mig.
Það þekkir þig enginn, segir hún svo. Þú hefur ekkert með málið að gera.
Þú veist, segir hún. Það er aldrei að vita hverjir eru þarna á vappi. Hún talar
eins og atvinnumanneskja.
Hér eru lyklarnir, segir hún.
Af hverju ert þú með lyklana, segi ég. Þeir liggja á borðinu fyrir ffaman
mig en Steffí heldur hendinni yfir þá.
Stingdu þeim á þig, segir hún. Ég tek þá svo lítið ber á.
Laglega gert, segir Steffi og hlær, en hún lítur í kringum sig um leið.
Steffi, hvað er að, segi ég. Hún segir ekkert.
Ég hitti þann suður-ameríska, segir hún. Hann lét mig hafa lyklana.
Og af hverju sér hann ekki um þetta, segi ég.
Það er ekki hægt, segir Steffi, þeir eru á eftir honum. Svo segir hann að
minnsta kosti, bætir hún við. Aumingi. Algjör aumingi. Einmitt það sem
Sanne vantaði. Steffí er reið. Er hún að meina að Suður-Amríkaninn eigi sök
á öllu saman?
Og af hverju sérð þú ekki um þetta, segi ég. Steffí horfir beint framan í mig.
Svo fær hún sér sopa úr vínglasinu í vandræðum sínum. Það er eins og hún sé
að hugsa sig um.
Vertu ekki að þessu röfli, segir hún. Þetta er ólíkt Steffi.
76
www.mm.is
TMM 1998:3