Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 146

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 146
RITDÓMAR ar er mun bjartsýnni þar sem dauði eða hamskipti Hálfdans Fergussonar eru eins konar endurfæðing til nýs og betra lífs. Hanami gæti verið saga af sjálfsleit karlmanns sem þorir að brjóta gegn hefðum og venjum til þess að láta drauma sína rætast en þarf um leið að skipta um ham og leggja á sig ómældar píslir. Hálfdan Fergusson „kemur út úr skápnum“ í óeiginlegri merkingu og endar sem kökuskreytingarmaður í Japan þar sem hann fær útrás fyrir ástar- og sköpunarþrá sína. Hamsldpti hans eru undirstrikuð með því að hann skipt- ir bæði um nafn, útlit og þjóðerni og enginn af ættingjunum ber kennsl á hann er hann mætir í eigin jarðarför. En sagan hefur víðari skírskotun. Fœðing, dauði og upprisa Dauði Hálfdans Fergussonar er í raun endurfæðing og hún gerist í nokkrum þrepum eftir því sem líður á söguna og fullkomnast í „upprisunni" í Japan. Sag- an hefst án nokkurs fýrirvara á uppboði í Tollvörugeymslunni þar sem Hálfdan kviknar til lífs strax í fyrstu málsgrein og lýsingin minnir á eins konar fæðingu sem ber brátt að enda er það á þessum tímapunkti sem skyndilegur dauði eða öllu heldur fyrsta stig endurfæðingar- innar á sér stað: Það var farið að síga á seinni hluta upp- boðs þegar Hálfdan tók loksins við sér. Auðvitað hafði allt borið að sama brunni frá því hann steig inn í skrangímaldið, en honum var samt vorkunn hvað hann var grandalaus. Þetta barsvo bráttað, oghann hafði ekki fengið neina vísbendingu eða aðvörun um ósköpin. ... Skellibjartur Ijóskastari blindaði Hálfdan þegar hann kotn að marg- breiðu dyraopi Tollgeymslunnar svo hann sá ekki annað en glæringar. .. . (bls. 5 skáletr. H.K.) „Fæðingaratriðið" í Tollvörugeymsl- unni skapar andrúmsloft kulda, fánýtis og tómlætis. Allt í kringum Hálfdan eru menn að keppast um að bjóða í ein- hverja dauða hluti og enginn hefur áhuga né slciining á hans afstæða dauða- stríði. Tollvörugeymslan, þar sem smyglvarningur er gerður upptækur og síðan seldur hæstbjóðanda, myndar því heldur nöturlega umgjörð um þau und- ur og stórmerki sem eru að gerast innra með Hálfdani Fergussyni. Að vísu getur iesandi allt eins búist við því að Hálfdani missýnist um umhverfi sitt og sé ef til vill þegar kominn til himna (maðurinn sem stendur við hliðina á honum lítur a.m.k. út eins og Lykla-Pétur). Ef til vill hefur hann þegar verið uppnuminn og er staddur við hið gullna hlið þar sem al- sæla og eilíff líf bíður innan seilingar. Enn er þó bið á því að hliðinu verði upp lokið og alsælan lætur á sér standa, en þegar Hálfdan stígur út úr Tollvöru- geymslunni er eins og hann stígi niður til jarðar sem nýr maður: Lungun þöndust út í gjóstinum þegar hann kom út á götu. Hann sveið í þau, næstum eins og hann væri á kafi í sígarettureyk, og það kumraði í hon- um hlátur yfir því að öndunarfærin í dauðum manni tækju svona skarpt við sér í útiloftinu og augun í honum voru óvenju snör. Aldrei höfðu þau séð himininn í svo ljómandi dökkum túrkis yfir hvítri Esju. Honum fannst gaman að stíga til jarðar, það var ný tilfinning, og slabbið pirraði hann ekki. Hann gat andað áfram, gengið, horft, talað, þrátt fyrir allt.... (bls. 12) Nú tekur við erfitt tímabil hjá Hálfdani þar sem hann er einungis dauður fýrir sjálfum sér en ekki fýrir öðrum mönn- um. Píslargangan er hafin og þó hann sé léttur í spori á þessu augnabliki er mikil þrautaganga framundan þar sem hann þarf smámsaman að sannfæra umhverf- ið um að hann sé ekki lengur í tölu lif- 144 www.mm.is TMM 1998:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.