Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 149
RITDÓMAR
öldu sögunnar og „brandararnir“, sem
sögumaður er óspar á að láta fjúka,
gegna sama hlutverki. Grínið er á yfir-
borðinu en hrollvekjan og skelfingin
undir niðri. Þarna er leikið á hárfínum
mörkum án þess að farið sé yfir strikið og
lesandi er stöðugt minntur á harmleik-
inn.
I sögunni er sífellt leikið tveimur
skjöldum og jafnvel undir lokin þegar
lesandi heldur að lausnin sé fúllgerð
renna enn á hann tvær grímur þegar
japönsk stúlka rennir hýru auga til
Dannys Deadman í „gervi“ Drúsillu
Kjartansdóttur miðils. Lesandi situr eftir
í spurn og Hálfdan Fergusson er ef til vill
litlu nær um það hvað bíður hans, hvort
hann sé lifandi eða dauður og hvort písl-
argangan hafi haft einhvern tilgang eða
hvort „örlaganornin" Drúsilla hafi bara
verið að spila með hann.
Steinunni Sigurðardóttur tekst í
Hanami að gera minnisstæða skáldsögu úr
fjarstæðukenndu efni. Sagan er óvenjuleg,
ff umleg og full af pínlegum gáska þar sem
skopast er með jafn grafalvarlegt mál og
dauðann og lesandi er gerður að sama
leiksoppi og Hálfdan Fergusson. Söguefn-
ið er sígilt og einkennileg örlög söguper-
sónunnar eru alls ekki eins fjarstæðu-
kennd og þau virðast í fyrstu þar sem þau
skírskota til grundvallarspurninga um
merkingu og inntak tilverunnar.
Halla Kjartansdóttir
Tvær svarthvítar sögur
Ragna Sigurðardóttir. Skot. Mál og menning
1997. 135 bls.
Skot segir ffá ungri íslenskri konu, Mar-
gréti, sem dvelst í Hollandi í nokkra
mánuði vegna vinnu. Þar hittir hún
Arno, austurlenskan mann. Hittir hann í
bókabúð þar sem hún kaupir bók að því
er virðist af tilviljun. Bók sem Arno lang-
ar í og heitir Samhljómar alheimsins.
Eitthvað sem Margrét getur ekki skilið
eða skilgreint gerist á milli þeirra og þau
eyða deginum saman í íbúð Margrétar.
Þau hafa gengið saman ffá bókabúðinni
og návist Arnos hefur mikil áhrif á hana.
„Ég hló upphátt af tómri gleði, ég var létt
í spori, ég var tilbúin að fljúga, til að
ganga á glitrandi vatninu, allt var hægt.
Ég fann sólargeislana á kinnunum og
augunum og sá húð hans lýsast upp í
birtunni. Hjarta mitt sló í hverju spori
og fingurgómar mínir breyttust í fiðr-
ildi. Kannski myndi ég snerta hann.“ Og
hún snertir hann og hann snertir hana.
En kynni þeirra verða endaslepp, því
þegar þau ganga út um eftirmiðdaginn,
er Arno skotinn til bana fyrir augunum á
Margréti. Stuttu síðar kemst Margrét að
þvf að hún erþunguð af hans völdum og
hún ákveður að reyna að komast að því
hver hann var, þessi maður sem hafði
heillað hana upp úr skónum. „Mér
fannst hann ekki vera hluti af sama
hversdagsheimi og ég, hann talaði ekki
mikið, en sagði að hann væri listamað-
ur . . . Með Arno varð allt eins og það
hafði alltaf átt að vera. Eitthvað við hann
mýkti allt í mér, setti hlutina í samhengi.
Við hlið hans gekkk tilveran upp, ég fann
samhljóm við himininn og vatnið, gang-
stéttina, húsin og borgina... Allt var fal-
legt og ég hef aldrei upplifað neitt jafn
fallegt og hann. Öll ég vildi hann, vildi
það sem hann var fyrir mér. Löngun mín
eff ir návist hans var áköf og sterk og fyllti
mig sælu og trega í senn.“
Margrét kann enga skýringu á þess-
um tilfinningum sínum og hún kann
enga skýringu á því að Arno er myrtur.
Hún er kölluð til yfirheyrslu en getur
ekkert upplýst vegna þess að hún þekkir
Arno ekki neitt. Það er ungur maður, Ei-
ríkur, sem yfirheyrir hana.
I leit sinni að því hver Arno var, kynn-
ist hún íslenskri konu, Soffíu, sem vinn-
ur í galleríi. Soffía kynnir Margréti fyrir
vinum Arnos, hjónunum Alex og Romy.
Alex sýnir Margréti yfirlæti og hroka en
Romy á við hana erindi. Hún biður Mar-
TMM 1998:3
www.mm.is
147