Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 35
BRÚÐKAUPSVEISLAN
kærði ég mig heldur ekki um að muna það. Mér fannst nóg að vita að hún
héti Martína að fornafhi. Martína, nafn á vændiskonu sem auglýsti í slúður-
blaðinu. Þeir hafa rétt fyrir sér þegar þeir benda á að brjóstin á konunni
virðast vera óhóflega þung í samanburði við það hvað hún er smávaxin. Þeir
hafa rétt fyrir sér þegar þeir vekja sérstaka athygli á óásjálegum sitjanda
konunnar. En þeir sitja við barborð á krá, þar sem veggfóðrið og glugga-
tjöldin eru gulnuð af reykingum, þar sem veifur ýmissa fótbotafélaga prýða
glugga, þar sem haus af villibráð og tindiskar sem eru orðnir svartir skreyta
veggina og þar sem ég er búinn að þekkja gestina í mörg ár. Ég hef andstyggð
á því hvernig þeir bera fram orðið blökkukona á slíkri krá.
Það má vel vera, hugsar Torgau, að sonur minn sé góður maður. Ég er það
ekki. Það má vel vera að sonur minn sé góðhjartaður. Ekki ég. Torgau rís á
fætur og sparkar stólunum undan báðum fastagestunum. Mennirnir sem
brölta á gólfinu tauta fyrir munni sér: „Við komum aftur.“
Níu mínútur yfir tólf.
Þegar Torgau ýtir upp þungri hurðinni að hátíðarsalnum, á hann von á
skærri lýsingu, fjölda gesta, fjörlegri tónlist. Ljósið er dauft, tónlistin þung-
lamaleg. Fjórar hræður, þeirra á meðal eitt par, sitja og athafna sig hálf-
umkomulasar í salnum.
Fyrst kemur hann auga á móður Maríós sem enn er eiginkona Friedrichs
Torgaus. Hún húkir hreyfingarlaus í einu horninu. Við hlið hennar er lítið
borð og á því stendur pýramídi úr vandlega uppstöfluðum snafsglösum. Þó
honum sé það þvert um geð fær Friedrich Torgau ekki varist brosi. Honum
verður hugsað til rifrildanna við son sinn, til þess hvernig hann hreytti úr sér
í slitróttum orðum: „Það-varst-þú-sem-hraktir-mömmu-í-burtu!“, blóð-
nasanna sem byrjuðu um leið og gerðu Maríó enn reiðari, honum varð
hugsað til tómu persíkóflasknanna sem hann, Torgau, hélt á niður, þegar
hann fór til vinnu á morgnana, á meðan hann bjó með konunni sinni.
„Drekktu snafs“, það var viðkvæðið, „svo að það sé ekki svona sæt lykt úr
munninum á þér!“
Enda þótt eiginkona Torgaus sitji ekki langt frá honum, tekur hún ekki
eftir honum frekar en öðrum viðstöddum. Vinkona Maríós, sú þýska,
alvöruvinkonan, grannvaxin stúlka með feitt hár, húkir á milli flygils sem
lokið er horfið af og stafla af bjórkössum á gólfinu. Axlirnar á henni hristast.
Af og til er líkami hennar skekinn af bældum ekka.
Ekki svo að skilja að Torgau finni ekki til með henni. En hann er þeirrar
skoðunar að ungum manni beri að annast stúlkuna sína. Og jafnvel þótt
hann hafi ímugust á vinum sonar síns: hátterni þeirra, útliti og meðvituðu
hirðuleysi, lítur hann svo á að stúlkan með feita hárið sé enn - hvað sem
þessu brúðkaupi eða gervi-brúðkaupi líður - unnusta sonar hans.
TMM 1998:3
www.mm.is
33