Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 72
RICHARD WAGNER
Henni var stungið inn, segir Steffí. Ekki skil ég af hverju ég er að segja þér
þetta allt í símann? Það er ekki hægt.
Það er ekki hægt, í alvöru, segir hún eins og við sjálfa sig.
Ertu þarna, spyr ég.
Auðvitað er ég hérna.
Hvað ætlarðu að gera í kvöld, segir hún.
Ég hugsa mig um: Ekkert, segi ég síðan. Ekkert ennþá.
Eigum við að hittast á „Kyrkingarenglinum“ og ég segi þér alla söguna.
Ókei, segi ég. Klukkan átta á „Englinum“.
Við leggjum á. Ég sný mér aftur við og ligg núna á bakinu. Horfi upp í
loftið. Eins og þar sé eitthvað að sjá.
Sanne. Ég kynntist henni í þessu partíi. Þar var ofsalega mikið af fólki, en
ekkert í gangi. Eintómir asnalegir háskólanemar. Töluðu eins og háskóla-
nemar án þess að nokkurn tíma kæmi í ljós hvaða nám þeir stunduðu. Einn
byrjaði eitthvað að káfa á mér. Ég sagði honum að hætta. Ég yrði svo
undarlega köld bara af því að horfa á hann. Kannski kyrki ég þig í kvöld,
bætti ég við og hvessti á hann augun og hann sneri sér frá mér með hið
merkingarþrungna orð „belja“ á vörunum. Slappur kúreki.
Þá sá ég Sanne. Eiginlega heitir hún Susanne. En það kalla hana allir
Sanne. Frá því hún var lítil, við Wehrbelliner vatnið, sagði hún mér seinna.
Sanne, komum niður að vatni.
Sanne. Við stóðum allt í einu hvor á móti annarri með glas í hönd. Við
brostum. Mér líkaði vel við hana. Þá þaut Steffí framhjá okkur, hægri
handleggurinn á henni hékk um hálsinn á einum af þessum háskólanemum.
Engu líkara en hún hefði hugsað sér að taka flugið með kvikmyndalegum
elegans hangandi um hálsinn á honum. Hún sveif framhjá okkur og um leið
og hún sneri sér burt kallaði hún yfir öxlina: Sanne. Þetta er Sanne, og þetta,
kallaði hún og benti á mig en horfði á Sanna, þetta er Mel. Hann var búinn að
veiða hana. Líklega var náunginn einmitt núna að læsa munnskolsferskum
tönnunum í hvítan hálsinn á henni. Hún er alltaf í mjög flegnum blússum og
peysum svo hvítur hálsinn njóti sín sem best.
Ég er engillinn þinn, var hún vön að segja við gæjana þegar hún kyssti þá.
Ég er engillinn þinn, eins og hún væri örlög þeirra. Þá titruðu þeir af
unaðshrolli. Steffí hefúr sagt mér þetta sjálf. Og einu sinni, sagði hún mér,
hafði hún dregið einhvern barnungan upp í til sín. Steffí fellur helst fyrir
mjóslegnum, ljóshærðum drengjum með undrunarsvip. Þau hefðu verið að
kyssast og hún hefði hvíslað í eyrað á honum, ég er engillinn þinn og hann
hefði byrjað að titra en þá hefði hún bætt um betur og sagt, ég er svarti
70
www.mm.is
TMM 1998:3