Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 155

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 155
RITDÓMAR sögumiðju. Þessi ungi maður er afar geðfelldur og sýn hans á umhverfi sitt þrungin mannskilningi og ástúð. Hann minnir í tóni ólítið á Tómas Guðmunds- son og kvittar faUega fyrir arfinn frá hon- um í bókinni, einkum í sonnettunni „1933". Stundum minnir hann líka á Stein Steinarr, þó vottar enn ekki fyrir háðinu og jafhvel beiskjunni sem Tómas og Steinn áttu til, enda er Kristján ungur maður, þrítugur í ár. ífótspor Shakespeares Sonnettan hefur verið virt form í ís- lenskum skáldskap síðan Jónas Hall- grímsson orti Ég bið að heilsa fyrir rúm- lega hálfri annarri öld. Hann notaði ítalska sonnettuformið, tvær ferhendur og tvær þríhendur, þar sem skil verða í efni þegar skiptir þar á milli. Þessi frum- gerð sonnettunnar er oft kennd við Ital- ann Petrarca sem notaði það á ástar- og saknaðarljóð sín til stúlkunnar Láru, og lengi síðan voru ástarraunir hefðbundið efni sonnetta. Efhið í sonnettu Jónasar er að sjálfsögðu við hæfi og formið full- komið. Meðal íslenskra skálda á þessari öld sem hafa notað sonnettuformið eru áð- urnefnd andleg skyldmenni Kristjáns Þórðar, Tómas Guðmundsson og Steinn Steinarr. ítalska sonnettan er algengari hjá báðum en einnig beita þeir afbrigð- inu sem kom upp í Englandi á 16. öld og kennt er við tíma Elísabetar I. eða höfuð- skáld Breta á þeim dögum, William Shakespeare, sem var ákaflega hændur að því sem kunnugt er. Það afbrigði er þrjár ferhendur og ein tvíhenda í lokin og gefur meira rými til að kynna efhið og reifa það áður en einhvers konar niður- staða fæst í lokalínunum sem eru þegar best lætur hnitmiðaðar á við orðskviði. Kristján Þórður notar eingöngu þessa gerð í bók sinni. Samkvæmt hefð eru í hverri línu sonnettunnar fimm stígandi tvíliðir, 10 eða 11 atkvæði eff ir því hvort endað er á karl- eða kvenrími, en þessar reglur eru iðulega brotnar í íslenskum sonnettum - kannski vegna þess hvað íslenskan með sínum beygingarendingum kallar á langar braglínur. Til dæmis eru 13-16 atkvæði í línu í ítölsku sonnettunni „Columbus“ effir Stein Steinarr, og „Þjóðin og ég“ eftir sama en í stíl Elísa- betartímans hefur 12-16 atkvæði í línu. „Japanskt ljóð“ Tómasar er fullkomin Elísabetar-sonnetta en í „Boðun Mar- íu“, sem er í ítölskum stíl, eru 12-15 at- kvæði í línu - og mega alls ekki færri vera til að undursamlegur seiður ljóðsins njóti sín. Rímfléttur eru af nokkrum gerðum í sonnettum en Kristján Þórðurheldursig við þá sömu sem einnig var effirlæti Shakespeares: abab/cdcd/efef/gg. Und- antekningarlítið eru lokalínurnar í ensku sonnettunni sér um rím. En þær gera meira en ríma saman. Oft eru þær ítrekun á efni sonnettunnar, skýring á því eða niðurstaða skáldsins; stundum bregða þær nýju ljósi á efnið með óvænt- um andstæðum, snúa því jafnvel á haus með þverstæðu. öll þessi tilbrigði má finna í bók Kristjáns Þórðar en offast grípur hann til listbragðs andstæðunnar, til dæmis í áðurnefndri sonnettu „1933". Þar skyggnist skáldið hvössum augum um heiminn og dregur upp ískyggilega heimsmynd með kreppu og styrjald- arundirbúningi (og hlýtur að vera heimsmet að koma Bandaríkjunum, Rússlandi og Þriðja ríkinu saman í fer- hendu), súmmar svo á Island og bendir á að það ár hafi einu skáldi í Reykjavík - þrátt fyrir allt - þótt veröldin fögur. Að efhi til eru sonnetturnar löngu bún- ar að slíta sig frá dapurlegum ástum en treginn hefur viljað loða við þær - ég minni á fræga sonnettu Jóns Helgasonar „I vorþeynum“ sem dæmi. Ekki er þó laust við að bæði Tómas og Steinn hafi notað formið í íronísku eða að minnsta kosti gamansömu skyni, og geta menn flett upp á „Leyndarmáli“ effir Stein og „Þrem ljóð- um um lítinn fhgl“ effir Tómas ef þeir ef- TMM 1998:3 www.mm.is 153
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.