Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 139

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 139
PÓSTMÓDERNISMl SEM HEIMSPEKILEGT HUGTAK sjálfsverur. Með hliðsjón af ffelsisbaráttu kvenna og annarra minnihluta- hópa er þessarar áréttingar þörf þar sem þessir hópar krefjast viðurkenning- ar á sérstöðu; þeir fá ekki notið jafnréttis nema tekið sé tillit til mismunar. Ríkjandi skilgreiningar slíkra hópa hafa einnig oft reynst viðhalda mismun- un þeirra. Skilgreiningar þeirra þurfa því iðulega endurskoðunar við til þess að vinna gegn misrétti sem minnihlutahópar búa við. Þar sem Butler krefst þess að minnihlutahópar njóti jafnréttis er kenning hennar reist á algildis- kræfum siðferðilegum viðmiðum heimspeki upplýsingar. Á grundvelli gagnrýni sinnar með aðferðum afbyggingar hafnar hún aftur á móti algild- um viðmiðum jafnréttis, sem hún telur andspænis raunveruleika fjölhyggju og fjölhópasamfélagsins fái aldrei gilt fyrir alla og í öllum aðstæðum. Er sjálfsveran dauð? í kenningu Butlers er sjálfsveran leyst upp í hinar ljölmörgu stöður hennar innan tungumálsins. Kenningu hennar má auðkenna sem póststrúktúral- íska (síðformgerðar) „orðræðu-verufræði“ um sjálfsveruna.11 Butler hefur umfjöllun sína með afbyggingu sjálfsveru femínismans eða sjálfsmyndar kvenna sem lögð er til grundvallar pólitískri baráttu þeirra fyrir auknu jafn- rétti. Til þess að sýna fram á að sjálfsvera/sjálfsmynd kvenna sýni ekki „eðli“ kvenna leiðir hún rök að því að „eðli“ sé samfélagslega, sögulega og menn- ingarlega skilyrt og mótað. Hún setur því mótunarhyggju til höfuðs eðlishyggju. Sjálfsveran er samkvæmt mótunarhyggju hennar afurð orðræð- unnar og ekki hægt að skilgreina staðsetningu sjálfsverunnar á nokkurn hátt óháð stað hennar í orðræðunni. Sjálfsveran er staður í orðræðu og um leið staður þar sem „umorðun“ (resignification), sem felst í umorðandi endur- tekningu fer fram.12 Með skírskotun til gagnrýni Nietzsches á hefðbundin hugtök um sjálfsveruna af módernískum toga segist Butler hafna því að hægt sé að segja sjálfsveruna vera „geranda á bak við verknað“.13 Ef sjálfsveran er skilyrt af orðræðunni virðist hún vera ákvörðuð af henni. En hver umorðar, valdið eða sjálfsveran? Og hvað merkir það yfirleitt að vald umorði eitthvað? Ef Butler vill bera af sér ásökun um að sjálfsveruhugtakið sé sneytt sjálffæði verður hún að útfæra hugtakið um vald nánar og greina skýrar milli þess og sjálfsveru. Forsenda slíks valds er sjálfráða sjálfsvera því ef sjálfsveran á að vera fær um að vera gerandi í umorðunarferlinu verður hún að vera sjálfráða. Sjálfræði sjálfsverunnar gildir ekki einungis í röksam- hengi endurtekningar/umorðunar í orðræðunni. Með tilliti til breytni skipt- ir sjálfræði sköpum fyrir viðleitni sjálfsverunnar til að taka málin í sínar hendur í anda lýðræðislegrar gagnrýni eða mótspyrnu gegn ólýðræðislegum TMM 1998:3 www.mm.is 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.