Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 79
SENDILL
Ég get ekki farið þangað, segir hún. Það er hjálparbeiðni í augnaráðinu.
Kvöldið verður stutt og langt og íyndið og hávært. Svona eins og vanalega en
skilur samt eftir óþægilega tilfmningu.
Ég vinn fram að hádegi og fer síðan á staðinn. Ég lít í kringum mig: íbúð. Það
er ekki mikið af neinu þarna. Ég tæmi skúffur. Ég pakka pappírum og bókum
og geisladiskum ofan í kassa. Einhverju af fötum. Ég er með bréfið með mér
og fer eftir leiðbeiningum Sanne. Hringi í eitt fyrirtæki. Svo í annað. Frá-
gangur íbúða. Dánarbúa. Já, á föstudaginn kæmu þeir og sæktu allt. Ókei.
Ég er komin heim. Ég kom dótinu hennar Sanne fyrir í geymslunni.
Afgangnum. Ég sit við borðið og íhuga hvað ég geti sent henni til London.
Eitthvað til minningar, kannski. Ég fann fullt af myndum. Ég skoða þær. En
ég þekki ekkert af fólkinu. Fyrir utan Sanne. Á sumum myndanna er það
greinilega hún, á öðrum grunar mig að svo sé. Ég sest upp. Sanne, kæra,
skrifa ég, allt komið á hreint, er búin að ganga frá öllu. Vertu sterk.
Ég sest við þýðinguna, síminn hringir. Símsvarinn er ekki á. Ég tek upp
tólið. Það er StefH.
Fórstu, spyr hún.
Verkefni lokið, segi ég.
Fínt, segir hún. En það hljómar ekki fínt.
Hvað er að, Steffi?
Ekkert, segir hún, segi þér það seinna, segir hún. Ciao. Við sjáumst hjá
Celíu.
Það er partý hjá Celíu á laugardaginn. Ég kann ekki við Celíu. Ég fer út af
Steffí. Sest einhvers staðar, eftir svolitla stund kemur hún. Það er einhver
æsingur í augnaráði hennar. Eins og hún sé að leika í bíómynd. Ég segi ekki
neitt.
Ég verð að tala við þig, segir hún. Við drögum okkur út í eitt hornið.
Tónlistin er hávær, liðið ekki síður. Easy Listening. Rammi steinn og
Rósastolt.
Hvað er að, segi ég.
Þeir komu, segir Steffí.
Hverjir, segi ég, lögreglan?
Nei, ekkert svoleiðis, segir Steffí, þessir gæjar, þeir eru að leita að Sanne.
Hjá mér. Þeir bíða þangað til hún sleppur. Steffí þegir.
Kannski trúa þeir ekki að Sanne sé í steininum, segir hún. Ég held þeir séu
að leita að efninu.
Hvaða gæjar eru þetta, segi ég.
Ég verð að flytja, segir Steffí. Ég horfi á hana.
TMM 1998:3
www.mm.is
77