Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 79
SENDILL Ég get ekki farið þangað, segir hún. Það er hjálparbeiðni í augnaráðinu. Kvöldið verður stutt og langt og íyndið og hávært. Svona eins og vanalega en skilur samt eftir óþægilega tilfmningu. Ég vinn fram að hádegi og fer síðan á staðinn. Ég lít í kringum mig: íbúð. Það er ekki mikið af neinu þarna. Ég tæmi skúffur. Ég pakka pappírum og bókum og geisladiskum ofan í kassa. Einhverju af fötum. Ég er með bréfið með mér og fer eftir leiðbeiningum Sanne. Hringi í eitt fyrirtæki. Svo í annað. Frá- gangur íbúða. Dánarbúa. Já, á föstudaginn kæmu þeir og sæktu allt. Ókei. Ég er komin heim. Ég kom dótinu hennar Sanne fyrir í geymslunni. Afgangnum. Ég sit við borðið og íhuga hvað ég geti sent henni til London. Eitthvað til minningar, kannski. Ég fann fullt af myndum. Ég skoða þær. En ég þekki ekkert af fólkinu. Fyrir utan Sanne. Á sumum myndanna er það greinilega hún, á öðrum grunar mig að svo sé. Ég sest upp. Sanne, kæra, skrifa ég, allt komið á hreint, er búin að ganga frá öllu. Vertu sterk. Ég sest við þýðinguna, síminn hringir. Símsvarinn er ekki á. Ég tek upp tólið. Það er StefH. Fórstu, spyr hún. Verkefni lokið, segi ég. Fínt, segir hún. En það hljómar ekki fínt. Hvað er að, Steffi? Ekkert, segir hún, segi þér það seinna, segir hún. Ciao. Við sjáumst hjá Celíu. Það er partý hjá Celíu á laugardaginn. Ég kann ekki við Celíu. Ég fer út af Steffí. Sest einhvers staðar, eftir svolitla stund kemur hún. Það er einhver æsingur í augnaráði hennar. Eins og hún sé að leika í bíómynd. Ég segi ekki neitt. Ég verð að tala við þig, segir hún. Við drögum okkur út í eitt hornið. Tónlistin er hávær, liðið ekki síður. Easy Listening. Rammi steinn og Rósastolt. Hvað er að, segi ég. Þeir komu, segir Steffí. Hverjir, segi ég, lögreglan? Nei, ekkert svoleiðis, segir Steffí, þessir gæjar, þeir eru að leita að Sanne. Hjá mér. Þeir bíða þangað til hún sleppur. Steffí þegir. Kannski trúa þeir ekki að Sanne sé í steininum, segir hún. Ég held þeir séu að leita að efninu. Hvaða gæjar eru þetta, segi ég. Ég verð að flytja, segir Steffí. Ég horfi á hana. TMM 1998:3 www.mm.is 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.