Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 13
GRASAFERÐ AÐ LÆKNISRÁÐl
anna. Styrkinn hlaut ég íyrir milligöngu The American Scandinavian
Foundation. Nú var allt stílað á utanför, sumarið fór í undirbúning og skips-
far pantað. En þá brá svo við að ég ætlaði aldrei að fá vísa til Bandaríkjanna.
Sumarið leið, fatakistan stóð pökkuð - en stanslausar símhringingar í
bandaríska sendiráðið til að spyrja um landvistarleyfið voru árangurslausar
- þar var slegið úr og í, ég vissi að ein væntanleg samferðarkona mín vestur
var fyrir löngu búin að fá vísa en ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Viku fyrir
brottför skipsins var mér loks stefnt í sendiráðið og afhent landvistarleyfið
en með þessum ummælum: „Hérna er það en ég get ekki ábyrgst að þú verðir
ekki sett út á Ellis Island þegar vestur er komið.“ Ellis Island, ef skyldi vera
farið að fyrnast yfir heitið, var nýlenda íyrir óæskilegt fólk á einangraðri eyju
úti fyrir New York.
Með þetta klingjandi í eyrunum kvaddi ég föðurhúsin, foreldra og bræð-
ur, nítján ára gömul á hafnarbakkanum. Þau hringdu í mig um kvöldið
gegnum loftskeytastöðina til að heyra í mér. Kannski voru ekki allir jafn-
rólegir og þeir sýndust, þó að okkur þætti þetta í aðra röndina fáránlegt. Ég! -
átti ég að vera svona hættuleg fyrir stórveldi?
Auðvitað fékk ég aldrei skýringu. Ég held að ég hafi bara ekki tekið þetta
alvarlega í fyrstu. Mér fannst bara að fólkið í sendiráðinu gæti ekki verið með
sjálfu sér. Ég held að ég hafi afgreitt þetta þannig í fyrstu. Að minnsta kosti
ætlaði ég ekki að láta svona vitleysu hafa af mér námsstyrkinn. Svo fannst
mér þetta ekki alveg koma heim og saman. Ég leit ekki á Ameríku sem fjar-
lægar, ókunnugar slóðir. Það var ekki heill áratugur liðinn síðan ég var í New
York með foreldrum mínum og systkinum. Þaðan hafði ég siglt til íslands
1940 án þess að valda nokkrum óspektum. Ég hafði verið á lista vinstri
manna í Háskólanum - neðarlega, en var samt hvergi flokksbundin. Ætli
þetta hafi ekki nægt? Seinna komst það upp að Jökull, bróðir minn, var líka á
svörtum lista. En sendiráðsstarfsmaðurinn sem fjallaði um það mál var ekki
sneyddur kímnigáfu. Hann lét Jökul fá vísa og sagði svo við föður okkar:
„Við segjum bara að þessi á svarta listanum sé alnafni hans!“
En svona náði sálsýki kalda stríðsins inn á heimilin, sat við matborðið, réð
útgöngu og utanferðum. Ég skrifaði ekki Leigjandann til að hefna harma. En
andrúmsloftið þekktu allir. Og í mínu tilfelli var ekki um ofsóknir að ræða
eft ir að vestur var komið en svona reynslu hristir maður ekki af sér, allra síst
þegar maður fær ekki upplýsingar eða skýringar á neinu. Slíku ástandi hefur
Kafka best lýst. Ég var mjög lánsöm að komast til Bandaríkjanna, naut af-
bragðskennslu og að vetrinum loknum var ég kölluð á fund skólastjórnar og
mér boðinn styrkur í eitt ár enn til þess að ég gæti lokið prófi. Um sumarið
var ég í Los Angeles þar sem ég átti frænku og vann þar jafnframt. Ég fór í bíl
vestur norðurleiðina með grískri skólasystur minni og hennar fólki og tók sú
11
TMM 1998:3
www.mm.is