Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 46
CHRISTA SCHMIDT
Ég kinkaði kolli, og þó, stundum var sögð ein og ein setning, svo sem ertu
enn að hugsa um þennan tukthúslim.
Schiefner rótaði í skúffunum og rétti mér nýjasta heftið af blaði Zoltans.
Ef þú hefur setið með honum klukkutímum saman í viðtalsherberginu
hlýturðu að muna einhverjar setningar sem hægt er að nota í grein. Ég skrifa
ekkert, sagði ég, ekki þannig. Ég skildi kaffið eftir, fór inn í herbergið mitt og
hringdi í Tegel. Klukkutíma seinna fékk ég Zoltan í símann. Það gleður mig
að þú skulir hringja, sagði hann, hvernig var fríið? Mér fannst erfitt að segja
honum frá snældunum sem hafði verið stolið. Hann þagði smástund, síðan
umhverfðist hann og öskraði inn í tólið, ég trúi þér ekki, þið eruð bara hætt
við, ég læt ekki hafa mig að fífli. Ég ætlaði að panta nýjan viðtalstíma, en
hann vildi ekki sjá mig ff amar. Ég lagði á og fann fyrir sárum sting í kviðnum,
líka í bakinu. Var þetta fyrir fæðingu dóttur minnar, eða ekki fyrr en eftir að
hún fæddist? Ég hugsaði um Zoltan, eins og ég gerði svo oft, og skyndilega
fann ég til þess, að ég botnaði ekkert í honum. Ég hafði engan áhuga á honum
eða hans lífi og allra síst á sögunum hans. Ég finn aðeins fyrir alvörutengslum
á milli okkar, en þau eru ekkert annað en draumur sem endurtekur sig í
sífellu.
Nú verður mér hugsað til þess, hvað Zoltan þarf að skrifa lengi enn. Dóttir
mín verður fimmtán ára eftir tvær vikur, faðir hennar dó fyrir einu ári, ekki
besta dauðdaga sem völ er á.
Arthúr Björgvin Bollason þýddi
44
www.mm.is
TMM 1998:3