Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 103

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 103
SJÖ LYKLAR AÐ EINNl SKRÁ smám saman að renna sitt skeið á enda væri ég að gera mig sekan um svipaða dómsdagsþrá og hefur einkennt öll skrif um menningarmál á þessari öld. Þessa þrálátu von um að einn fagran dag eigum við eftir að vakna upp í heimi sem ekki er lengur „nútími“ heldur eilíft ástand stöðugs stöðugleika. En ein- hverskonar mót hafa átt sér stað, einhverskonar skil sem að vísu binda ekki enda á „nútímann“ en sem framlengja hann á annan hátt en áður. Það er tímanna tákn að tvíddklæddir rökgreiningarmenn skuli nú ganga hver af öðrum fram á senubrún og reyna að sundurliða hið sanna og ósanna í sam- tímamenningunni með tilliti til altækra viðmiða. Eins og aðrar hræætur bíta þeir fyrst í bráðina eftir að rándýrin hafa kjamsað á bestu bitunum og finnst hún því römm og fúl en telja sér trú um að módernistasteikin hafi verið betri. En fyrst minnst er á módernisma og mat er gaman að segja frá því að eitt af því sem einkenndi fæðið á tímum módernismans var að það var „djúpt“. Listamenn módernismans átu aldrei yfirborðslega. Bragðið af steikunum var dýpra, það var lengra niður á bollabotnana og vínin voru líka dýpri. Meira að segja sóðalegar matkrár við hliðargöturnar út af Saint-Germain de Prés höfðu bara djúpa rétti á boðstólum og vínið í existensíalistakjöllurun- um þar fyrir neðan var það dýpsta af öllu, virkilega sannkallað hyldýpisvín. Já, hinir módernísku listamenn voru kafarar, ffoskmenn á leið niður í óræði djúpanna þar sem þeirra biðu Gordíonshnútar til að leysa og Medúsuhöfuð að höggva, skákþrautir að ráða og pissuskálar til að hengja upp á vegg í nýja listasafninu í Baden Getty-Guggenheim. Komnir ofan á botninn ortu þeir ljóð um háleitar vélar og skrifuðu greinar um samþættingu hefðar og nú- tíma, fáruðust yfir firringunni og leystust síðan upp sem skyldunámsefni í menntaskólum. Og rétti nú hver upp hönd, var það ekki kvöl að alast upp með hefð módernismans á herðunum? Að þurfa að lesa Beckett bara vegna þess að hann var Beckett, að pína sig til að horfa á þátt í sjónvarpinu um bláa tímabil Picassos og hlusta á Disneysándtrakk Stravínskíjs, aðeins í þeirri von að fá einhverja brotakennda hlutdeild í frummyndaheiminum á Parnassost- indi. Það er varla nema von að síðmódernistunum hafi boðið við allri þessari dýpt, öllum þessum hyljum og þessum endalausu sjálfum sem sífellt voru að ausa snilldarverkum upp úr sínum óendanlega nevrósubrunni; já, öllum þessum Frumleika, þessari endalausu tryggingu á einstökum karlsjálfs- myndum, þessari þöggun, valdbeitingu og geldingu í nafni dýptarinnar. Þeir skildu að það er engin þörf á því að vera einstakt sjálf. Það var alveg eins gott að vera samsett vara markaðssamfélagsins, en hins vegar létu þeir því ósvar- að hvort það væri eitthvað betra. Ég held reyndar að svo hafi ekki verið. En ég held að það hafi verið mikilvægt að halda því ffam og standa fastur á því nokkra stund þangað til annað kæmi á daginn. TMM 1998:3 www.mm.is 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.