Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 76
RICHARD WAGNER
Hún var með mjög mikið af efni á sér. Miklu meira en hún gæti notað sjálf.
Og hún var að koma frá Bogotá. í Kolumbíu, segir Steffí alvarleg.
Ég veit hvar Bogóta er, segi ég og legg áherslu á hvert atkvæði.
Róleg, segir Steffí. Bara vera róleg. Hún vill segja söguna. En ég veit alveg
hvar Bogóta er. Ekki svo að skilja að ég hafi komið þangað. Ekki nokkurn
áhuga heldur. Ég er ekki Suður-Ameríku-ffík. En mamma á allan Marquéz
uppi í hillu. Ég átti alltaf að lesa eitthvað eft ir hann. Og hann er frá Kolumbíu.
Frábær höfundur, segir mamma. Hundrað ára einsemd. Það er nafn á bók
eftir þennan yfirvaraskeggjaða náunga. Hún á nefnilega líka mynd af
honum. Innrammaða uppi á hillu. Með áritun meistarans. Eins og hann væri
Brad Pitt eða Banderas en hann er bara með yfirvaraskegg. Hundrað ára
einsemd. Móðir mín fær alltaf ótrúlegan eld í augun þegar hún minnist á
þessa bók. Eins og hún sé hluti af henni. Hundrað ára einsemd með föður
mínum.
Ertu að hlusta, segir Steffí.
Að sjálfsögðu, segi ég og lít hlýðin upp til hennar. Ég hafði verið að leita
mér að nýrri sígarettu í jakkavasanum. I dag reyki ég þessar flottu svörtu
englasígarettur. Gæjarnir eru aftur komnir með störu. Rétt strax missa þeir
út úr sér augun. Linsurnar.
Sanne var sem sagt að koma frá Bogotá með efhi og var gripin. Líklega
hefur einhver kjaftað. Eða þeir eru með einhvern á sínum snærum, segir
Steffí fagmannleg án þess að vera fagmannleg. Hún kann svoleiðis. Eitt
augnablik er hún eiturlyfjasali. Mætti halda það að minnsta kosti. En hún er
það ekki. Hún er Steffí.
Og hvernig blandast Sanne í málið, spyr ég.
í gegnum einhvern gæja, hlýtur að vera. Segir Steffí og yppir öxlum um
leið. Ég veit um einn sem ég held að sé í þessu.
Ég þekki hann ekki, segir Steffí. Ég kannast bara við hann. Suður-
Ameríkani. Sanne var stundum með honum. Reyktu stundum saman.
Ég held að það sé hann, segir Steffí. Að minnsta kosti er hann horfinn. Eins
og jörðin hafi gleypt hann. Líklega verið grafinn hinum megin á hnettinum.
Heimilisfang Tahiti. Það vildi ég að hann dytti niður dauður.
Ég hringdi til hans, segir Steffí. Það svaraði enginn. Þá fór ég heim til hans.
Þar var engan að finna. Enginn veit neitt. Endir.
Sanne á eftir að hafa samband við þig, segir Steffí.
Af hverju mig, segi ég.
Hún skrifaði mér, hún á effir að hafa samband við þig, segir Steffí
þrjóskuleg.
Af hverju mig, endurtek ég. Og Steffí segir: Þið náðuð svo vel saman.
Steffi, segi ég.
74
www.mm.is
TMM 1998:3