Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 137

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 137
PÓSTMÚDERNISMI SEM HEIMSPEKILEGT HUGTAK fjölbreytileika tjáningarmáta, málleikja, hegðunarmynstra, lífshátta eða hugmynda. Allt frá dögum Nietzsches hefur verið brugðist við gjaldþroti stórsagn- anna með fagurfræðilegri (list- og skynfræðilegri) sýn á veruleikann. Sköp- unarmátturinn og frelsi einstaklingsins til sjálfsköpunar eru sett i öndvegi. Eftir hrun stórsagnanna höfum við ekki fyrirframgefin markmið sem segja okkur fyrir verkum, heldur verðum við sjálf að skapa inntak, merkingu og markmið lífs okkar. Einstaklingnum ber ekki lengur að vera eins og mann- hugmyndir stórsagnanna segja honum að vera, heldur verður hann að axla þá ábyrgð að skapa eigið sjálf. Þessi afstaða samræmist að mörgu leyti lífs- reynslu nútímafólks. Hugmyndir okkar um hlutverk okkar hafa breyst mjög á þessari öld. Einstaklingshyggja hefur farið vaxandi en grunnhugmynd hennar er viðleitnin til að skapa sjálfan sig og „verða maður sjálfur“, sem felst oft í að frelsa sig undan kúgandi væntingum og úreltum lífsmynstrum. Tog- streita í sjálfsmynd nútímafólks markast af þeim hefðbundnu væntingum sem gerðar eru til fólks andspænis hugmyndum um frelsi til sjálfssköpunar. Dæmin um þetta eru ótalmörg. Lítum bara á eitt sem er sjálfsmynd nútíma- fólks með tilliti til fjölskyldunnar. Fólki er nú uppálagt að reyna bæði að þroska sjálft sig sem einstaklinga og huga að þörfum fjölskyldunnar sem skapar oft mjög óstöðugt jafnvægi í lífi þess. Hin aukna einstaklingshyggja sem hér birtist er ennfremur einn þeirra þátta er hefur leitt til breytinga á fjölskyldugerðinni. Þess eðlis breytingar eru - fyrir utan frelsið sem þær skapa fólki - ekki sársaukalaus ferli. Botnfall frelsisþróunar í þágu einstak- lingshyggju er tilfmningaleg þjáning, reiðileysi ákveðinna meðlima fjöl- skyldu.9 Burtséð frá aukaverkunum er ljóst að fjölhyggja í þessu sem öðru endurspeglar veruleikaskynjun og lífsreynslu nútímafólks. Fjölhyggjan á sér langa sögu. Faðir félagsfræðinnar, Max Weber, greindi þegar í upphafi aldarinnar fjölhyggju siðferðilegra gilda og viðmiða. Weber lýsti hversdagsreynslu okkar sem baráttu mótsagnakenndra gilda. í stað þess að fyllast menningarbölsýni yfir togstreitunni sem glundroði skapar leitast kenningasmiðir póstmódernisma við að sjá hinar björtu hliðar upplausnar- ferlisins. Þeir reyna að varpa ljósi á vaxtarbrodda hins aukna frelsis sem er af- leiðing hefðarrofs af ýmsu tagi. Þeim er ennfremur ljóst að fjölþætting menningar og samfélags sem rýmra frelsi getur af sér kallar aftur á samfé- lagslega og pólitíska viðurkenningu á mismun, sérþörfum og sérréttindum ýmiskonar hópa innan samfélagsins. Áhersla á frelsi til valkosta og mögu- leika gerir að verkum að póstmódernistar eru haldnir vantrú á nýrri tíma heildarlausnum, eins og t.d. heildrænum lausnum nýaldarhyggju, sem fela 1 sér heildarviðmið. Póstmódernistar eygja þar með réttu alræðistilhneig- TMM 1998:3 www.mm.is 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.