Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 55
TILGANGSLAUST AÐ VEITA VIÐNÁM!
Og nýverið þegar ég ók, spölkorn austar, á ný framhjá hornhúsi sem ekki reis
fyrr en íýrir þrem árum og vildi einhvern veginn ekki passa inn í dæmigerða
húsaröð í Austurberlín með fútúrískar stálstengur sínar gnæfandi upp í
fölan Berlínarhimininn og marglitt gaflskrautið sem minnir á nýrnaborða-
öldina - nýverið bar ég kennsl á það eins og gamlan kunningja. Hver veit
nema ég gerist verjandi byggingarlistarinnar frá árunum okkar þótt ég eigi
erfitt með að ímynda mér að ég geti nokkru sinni litið á klumpinn sem
kominn er í staðinn fyrir hina gömlu Ringbahnhalle á S-Bahn-brautar-
stöðinni í Frankfurter Strasse ellegar húsgaflinn sem enn sjást ekki nema
brot af og þakinn er leirbrúnum ögnum, á litinn milli leirs og kúks, við hið
nýja Potsdamer Platz, öðruvísi en sem óboðna gesti.
Ég veit að því fer víðs fjarri að ég sé kunnugur nútíma byggingarlist. Ég
skynja hana líkt og hver annar borgarbúi, fremur bernskt en meðvitað, en ég
er samt fær um - hvernig á ég að orða það? - að meðtaka mennska þáttinn í
tilteknu mannvirki. Að minnsta kosti er það blátt áfram svo að líkamlega
líður mér betur inni á milli húsanna í Kreuzberg eða Prenzlauer Berg en í
háhýsahverfum nútímans og gildir þá einu hversu þægileg og
frammúrstefnuleg þau eru að allri gerð. Nýverið, þegar ég kom of seint á
minningarhátíð um Jurek Becker og fann enga smugu í yfirfullum sal
akademíunnar í Hansa-hverfinu, fór ég í gönguferð með elskunni minni á
bökkunum þar sem sveigurinn verður á Spree. Þar hafði verið reist, við
hliðina á gamla Bolle-svæðinu, eitt af skárri eintökunum af nútíma
byggingarlist úr loftkenndu spegilgleri og málmi sem gljáði næstum
vinalega. Það er í laginu eins og stór segull og á skautum hans, sem liggja
ármegin, gnæfa tveir einkar tilkomumiklir turnar yfir Tiergarten og Moabit.
Við gengum upp á næstu brú og horfðum í margar mínútur á víxl á vinstri og
hægri bakkann og gátum ekki að okkur gert. í samanburði við framhliðar
aldamótahúsanna andspænis var þessi tiltölulega fallega bygging sem
byggingarlistargagnrýnendur hafa lofað í hástert - afsakið svona óheflað
orðbragð - hreinn viðbjóður.
Mig langar að segja yður frá öðru smáatriði úr gönguferð okkar. Við
vorum rétt að fara framhjá tígulsteinabyggingu gamla mjólkurbúsins, sem
núna hýsir hótel, þegar það kom smá vindhviða; og þegar við héldum að
brúnni heyrðum við lágan skerandi tón hægra megin við okkur sem
hækkaði með hverju skrefi er við gengum í áttina til hans og varð að
dularfullu, já draugalegu ýlfri á móts við nýbyggingu úr svarbrenndum
tígulsteini sem felld var djarfmannlega inn í verksmiðjumannvirkið. Eitt
andartak héldum við að við hefðum orðið vitni að ójarðneskum fýrirburði
en þetta voru svo sannarlega ekki kveinandi sálir fórnarlamba húsnæðis-
TMM 1998:3
www.mm.is
53