Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 102
KRISTJÁN B. JÓNASSON
gervi-orðsifjafræði og vitlausum þýðingum. Okkur skortir þrek til að að vera
sögulaus. Öryggi samsæriskenninganna er tekið fram yfir efa hinnar gagn-
rýnu sögusýnar sem ekki væntir sér hjálpræðis af sögunni en lítur samt á
hvert augnablik sem stund ábyrgðar og umræðu. Við kiknum undan þeirri
byrði að búa sjálf til sögu og vísum henni þess í stað frá okkur til Merkúrs og
Andrómedu, til erfðafræði og hagfræði, til álfa og huldufólks, til frímúrara
og Forn-Egypta. Um leið og allt verður að sögu endurlifum við þá tilfinn-
ingu al-sögu sem hinir frumkristnu söfnuðir hafa líklegast haft. Þá hugmynd
að það sé enginn hversdagur til heldur sé öll okkar ævi og allar okkar gjörðir
ein samfelld veraldarsaga sem á sér upphaf í dýrð, líður áfram í baráttu milli
góðs ög ills og endar í stórkostlegu sjónarspili þar sem óvinir okkar verða
grillaðir og steiktir og brúnaðir í barbíkjú-sósu en við sjálf, hin rétttrúuðu,
hljótum eilíft líf við háborð andans. Nema hvað nú er þessi al-saga ekki ætt-
uð frá Guði og stýrt af útsendurum hans. Hún er ógnvænlegt samkrull fram-
andi afla sem eiga það eitt sameiginlegt að vera ekki á okkar bandi. Við erum
hluti af yfirgripsmikilli sögu sem við höfum ekkert um að segja og sem við
þekkjum ekkert á og það eina sem við kunnum er að ráða í tákn og merki sem
benda til þess að við séum fiskar í trolli illra afla. Sagan er ekki okkar saga.
Hún er saga hinna. Hún er saga fáliðaðrar klíku sem beitir æ útsmognari að-
ferðum við að hrinda áformum sínum í framkvæmd og sem lítur á íbúa jarð-
arinnar sem matadorpeninga í þessum leik. Þetta plott kemur okkur ekkert
við. Það er fyrir utan og ofan okkur. Við bjuggum það ekki til og allar okkar
gjörðir og hugsanir koma ekki til með að breyta því. Þessi allsherjaruppgjöf
gagnvart sögunni ber þess greinileg merki að við trúum ekki á hana. Sagan og
hennar mikla flétta bera okkur ekki eitt né neitt. Við vonum að vísu að hún
geri það, en þessi von er ekki beysnari en svo að hún koðnar niður í of-
sóknaræði. „Gott plott“ er sjaldgæf vara úti á lífssögumarkaðinum. Allar
flétturnar snúast um að gera okkur fátækari, aumari og kúgaðri en við erum.
Þess vegna biðjum við líka rithöfundana og bækurnar þeirra um að afhenda
okkur það sem okkur vantar. Þær eru jú vara og við erum vön því að fá það
sem við viljum kaupa. í markaðssamfélagi eru öll góðu plottin í bíómyndum
og bókum - en þau er hvergi að finna annars staðar.
5. Dýpt
„djúp, svo djúp ...“ Matthías Jochumsson: Hallgrítnur Pétursson.
I
Ef ég segði að hinn mikli tími gagnrýninnar, tími síðmódernismans, væri
100 www.mm.is TMM 1998:3