Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 65
ÞAÐ ÓLIFÐA
fundu augu hans Georg um leið og augnaráðið bæði stirðnaði og bráðnaði í
senn; finleg undirgefin uppljómun; og sá sinaberi sveif í áttina til hans, greip
varnarlausa hönd hans og kippti henni snöggt til sín (vani sem oft hafði
mildað Georg) en reigði skyndilega höfuðið og glotti hjartanlega. Hver var
nú þetta!
Það var auðvitað Schaber, yfirmaður hans á laun, sá er hann síst hafði
búist við í allri kösinni: sem engan veginn var hans staður; og sem núna
hallaði sér að honum í rykugum skóm og hélt á bananaknippi ásamt skjala-
töskunni, greinilega langt niðri, og sagði þýðri röddu: Minn kæri Georg!
Hvað nú; hvað á ég sameiginlegt með honum, hugsaði Georg, þessum
gamla kvalara mínum ... Minn kæri! hrópaði hann hljóðlaust furðu sleginn
og horfði á vísa klukknanna þjóta áffam þessar sekúndur þegar hann skyndi-
lega fór að hata hann.
Á dularfullan hátt var risið mannhæðarhátt leirhús á miðju torginu:
fábrotinn, mjög einmanalegur staður. Umluktur skítugum glerframhliðum
gömlu stórbygginganna þar sem öryggislögreglan hafði fylgst með mið-
bænum gegnum ógagnsæjar rúðurnar.
Samt hafði Georg litið innilega upp til Schabers áður en hann þekkti hann.
Tilskipanirnar sem hann hafði flutt er hann birtist eins og klettur á gangi
stofnunarinnar höfðu verið bindandi boðskapur sem maður þráði. Knappar
fljótmæltar setningarnar bakvið uppréttan hnefa höfðu útskýrt allt; og allt
var óútskýranlegt: hvað Schaber var alltaf að játa fyrir honum. Það átti bara
að kyngja því öllu. Á hinni æsilegu tíð undanfarið hafði Georg, fyrir forvitni
sakir, farið á fýrirlestur hjá Schaber. Hann hafði vogað sér langt með þemað
- og síðan, eins og Georg kallaði fram í undir lokin, farið í kringum það
rögum huga. Schaber hafði vítt hann, eða eiginlega sjálfan sig, og Georg veitt
brotakenndum röksemdunum athygli furðu lostinn. Á heimleiðinni hafði
hann hengt sig utan á hann í reiðilosta sínum; og Schaber hafði ráðlagt
honum brosandi: fara með veggjum.
Skeið fundahaldanna hafði enn staðið yfir og Georg hafði vikum saman
einsett sér að komafram. Fyrr en hann varði var hengd upp tilkynning og
honum skipað að koma í stofnunina. Risavaxna byggingu frá öldinni sem
leið með marmarastigum og mörgum voldugum dyrum og tengt við hana
lágt dómhús þar sem sáust gluggar með rimlum fýrir; af og til höfðu fangar
sést spásséra í nokkrar mínútur undir beru lofti í einum af húsagörðunum.
Georg hafði smeygt sér inn í þröngan salinn þar sem fámenn nefnd var þegar
sest við rauðdúkað borð bak við lokuð gluggatjöld, Schaber fyrir miðju;
Schaber var að tala. Brjóstmynd af Marx, illa skreytt jólatré, farandfáninn á
stöng í þjóðareign: skondið innbú; Georg hafði vaggað stólnum sposkur og
velt spurningunum á vörum sér. Og Schaber hafði ekki lokið sér af og það
TMM 1998:3
w ww. m m. ís
63