Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 84
Pétur Gunnarsson
Kommúnistaávarpið 150 ára
Hún er glæsileg myndin sem Kommúnistaávarpið dregur upp af kapít-
alismanum. Flugið er mest þegar höfundarnir lofsyngja hvernig þessi
framleiðsluháttur hefur umbylt öllum kjörum fólks, stokkað upp
heilu þjóðirnar, rofið einangrun, mokað fólkinu saman í borgir, blásið alda-
gömlum siðum og fordómum burt eins og húsaskúmi. Arnsúgurinn minnir
einkennilega á fræga lýsingu Tómasar Sæmundssonar í Fjölni rúmum áratug
fyrr þegar hann dásamar það vald sem maðurinn hefur öðlast yfir náttúrunni:
„Ekkert lýsir betur mannlegri hátign, en hvernig allir hlutir, dauðir og
lifandi, eru komnir í mannsins þjónustu. Hann temur jafhvel yfirgang
og ofurefli höfuðskepnanna og leiðir þær til að ffemja sinn vilja og
flýta sínum fýrirtækjum. (...) Verksmiðja sem dálítill lækur, vind-
blær eða hitagufa kemur í hreyfingu, afkastar nú því sem þúsund
hendur megnuðu ekki áður... Eldinn, höfuðfjanda vatnsins, láta þeir
reka skipin móti stormi og straumi, milli boða og skerja, og hver veit
hvað þess muni langt að bíða, að þeir taki sig með öllu upp yfir sjóinn
og fari siglandi í loftinu?“ (Fjölnir, 1835)
Hér er nítjánda öldin lifandi komin í ómengaðri bjartsýni sinni. Og Komm-
únistaávarpið bætir um betur:
„í tæpa öld hefur borgarastéttin drottnað, en á þessum tíma hefur
hún leyst úr læðingi stórkostlegri og tröllauknari framleiðsluöfl en
allar liðnar kynslóðir saman lagðar. Hún beislaði náttúruöflin, jók
véltæknina, hagnýtti efnavísindin í þjónustu iðnaðar og landbúnað-
ar, ræktaði heilar heimsálfur, gerði fljótin skipgeng og margfaldaði
íbúatöluna - hvaða öld hefði fyrr mátt gruna að slíkur ffamleiðslu-
máttur blundaði í skauti félagslegrar vinnu?“
Tómas Sæmundsson minnist ekki á stéttabaráttu eða auðvaldsskipulag, en
einmitt um þær mundir stóð yfir harðvítug barátta hjá þáverandi forystu-
þjóð heimsins, Englendingum, og snerist m.a. um frumvarp að lögum sem
bönnuðu að börn yngri en 9 ára ynnu í verksmiðjum. Frumvarpið vakti
82
www.mm.is
TMM 1998:3