Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 100
KRISTJÁN B. JÓNASSON því í engu frábrugðin bastarðinum sem þau runnu af í upphafi. í hvert skipti sem rætt er um hvernig eigi að tryggja að „góðum“ listamönnum sé umbun- að og hvernig eigi að tryggja að þeir vondu fái ekkert, þá brýst fram af fullum þunga örvæntingin yfir því að ekki sé til neinn haldbær listi yfir snilldarverk, engin stofnun sem sker úr um gæði. Menn og konur rísa upp og heimta að málsmetandi aðilar komi saman og skipi höfundum og verkum í sæti. Eng- inn þakkar fyrir frelsið til að búa sér til sína eigin lista. Frelsi sem er reyndar óhugsandi án markaðarins og samkeppninnar. En menn vilja samkeppni um að ná ákveðnu marki en ekki samkeppni á milli markmiða. Lexían af þessari leiðinlegu umræðu um skiptingu auðs og vinsælda á listasviðinu er því kannski sú að samkeppnin sem hún hefur upp til skýjanna er vængstýfð samkeppni. Hún á að fara fram innan marka sem eiga að vera skilgreind mjög nákvæmlega og sem eiga að vera áreiðanleg og traust. En drifkraftur markaðssamfélagsins er einmitt að stoppa aldrei við slík mörk. Ef hægt er að græða á fóstureyðingum, þá græðum við á fóstureyðingum. Ef hægt er að græða á eymd, þá græðum við á eymd. Ef hægt er að græða á því að eyðileggja lífríkið, rústa menningunni og eyðileggja lífsskilyrði bróðurhluta mann- kyns, þá gerum við allt þetta. Kapítalisminn er ekki tamið dýr. Hann er gilda- brjótur. Hvers vegna skildi það vera fyrirfram ákveðið í markaðssamfélagi hvað „liggi vel“ og hvað ekki? Allt getur gerst. Daglega súpum við seyðið af fegurð og skelfmgu þessarar grunnsetningar. 4. Gott plott „Heild er það sem hefur upphaf, miðju og endi. Upphaf er það sem fylgir ekki óhjákvæmilega á eftir einhverju öðru, en hefur hins vegar eitthvað annað í för með sér sem eðlilega afleiðingu. Endir er aftur á móti það sem hlýst af einhverju, annaðhvort óhjákvæmilega eða sam- kvæmt venju, en á eftir því kemur ekkert annað. Miðja er það sem er bæði á undan og eftir einhverju öðru. Þeir sem vel semja sögur mega hvorki byrja þar sem verkast vill né enda hvar sem er, heldur verða þeir að fara eftir ofangreindum reglum.“ Aristóteles: Utn skáld- skaparlistina, 7. I Er þá öll baráttan til einskis? Heilt prógramm módernískrar fagurfræði í meira en hundrað ár hefur enn ekki megnað að kveða söguþráðinn í kútinn. öll and-aristótelísku manífestóin, öll tilviljanaverkin, epísku leikhúsin, framandgervingarnár og nýskáldsögurnar og nú síðast Netið hafa þrátt fyrir allt ekki náð að sveigja til hina járnhörðu, samanklöstruðu upphafs- A 98 www.mm.is TMM 1998:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.