Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 31
Michael Wildenhain
Brúðkaupsveislan
Það er komið rétt fram yfir miðnætti, þegar Friedrich Torgau gengur
inn á bar veitingahússins Zur Sonne í Neukölln. Hann kemur
viljandi of seint, eins og hann geti með því ógilt brúðkaupið, úr þvi að
ekki er lengur hægt að afstýra því.
Þótt undirbúningurinn hafi um margt verið laus í reipunum mundi
Maríó, sonur Torgaus, þó eftir hringunum í tæka tíð. Hann var lagður af stað
til fógetans, þegar honum flaug í hug, hverju hann hafði gleymt. Eftir
andartakshik sneri hann við. Litla askjan lá á eldhúsborðinu.
Það er hægt að ganga í hjónaband án þess að hafa hringa. En þegar málin
stóðu eins og þau gerðu í þessu tilviki var ekki rétt að gefa fógetanum neina
ástæðu til að vera tortrygginn.
Daufur í bragði lokar Friedrich Torgau kráardyrunum á eftir sér. Tvær
mínútur yfir tólf.
Þegar þessi athöfh fer fram er Friedrich Torgau fimmtíuogsex ára.
Eftir að hafa lært járnabindingar og unnið í nokkur ár í byggingarvinnu á
ýmsum stöðum, þar á meðal í útlöndum, tekur hann við starfi hjá stóru
iðnfyrirtæki. Þar er hann einn af örfáum fastráðnum byggingaverkamönum
sem eru látnir annast nýbyggingar og nauðsynlegar endurbætur á húsum á
verksmiðjulóðinni. Þegar hann er tuttuguogátta ára kvænist hann.
Stuttu seinna kemur sonur hans í heiminn. Eiginkonan yfirgefur fjöl-
skylduna skömmu eftir að sonurinn Maríó er orðinn þriggja ára. Faðirinn,
sem er orðinn virkur í verkalýðsbaráttunni, sækir hvorki um skilnað né býr
með annarri konu lengur en fáeinar vikur. Hann elur drenginn upp ein-
samall.
Á þessum tíma er fátt um einstæða feður. Þess vegna hefur Friedrich
Torgau heldur ekki ýkja hátt um fjölskylduaðstæður sínar. Hugsanlegt er að
það hafi aukið ást hans á syni sínum, hversu sjaldan hann minntist á hann,
enda þótt sambandið hljóti, án tillits til þess, að hafa verið mjög náið.
Þegar faðirinn er þrjátíuogníu ára tekur hann sæti í starfsmannaráði
TMM 1998:3
www.mm.is
29