Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 135
PÓSTMÓDERNISMI SEM HEIMSPEKILEGT HUGTAK
upplýsingarinnar. Framþróun upplýsingarinnar kallar að mati Lyotards á
leiðréttingu og útvíkkun siðferðilegra, fræðilegra og listfræðilegra viðmiða
og lögmála upplýsingarinnar. Lyotard telur sig vera að árétta hugsjónir
hennar í ljósi breyttra aðstæðna í kjölfar framþróunar tækni og vísinda. Það
er löngu tímabært að orða samband upplýsingar og raunveruleika á nýjan
leik. Lyotard gerir breyttar kringumstæður að umræðuefni í bók sinni um
hið póstmóderníska ástand og fjallar um póstmódernísk skilyrði þekkingar.
Að mati hans öðlast þekking aðra merkingu á tímum síðkapitalisma og eða
síðiðnvæðingar, þ.e. í tækni-, tölvu-, upplýsinga og margmiðlunarsamfélag-
inu. Þekking er nú undirorpin alræði upplýsingaþjóðfélagsins. Miðlun
upplýsinga er stjórnað af þeim sem ráða ríkjum í íjölmiðlaheiminum.
Nietzsche og Foucault: Þekking og vald
Kenning Lyotards um að þekking geti ekki lengur verið hlutlaus, heldur
hljóti henni ævinlega að vera stjórnað sýnir að hann er bundinn skynsemis-
gagnrýni þeirri sem Friedrich Nietzsche er talinn frumkvöðull að (þótt hún
eigi sér lengri forsögu). Póstmódernískar kenningar eru jafnan raktar til
heimspeki hans og hann talinn fáðir póstmódernisma.
Skynsemisgagnrýni Nietzsches er reist á þeirri forsendu að þekking og
skynsemi geti aldrei verið óhlutdrægar og einhlítar eins og hin kantíska
heimspeki eða heimspeki upplýsingar gerir ráð fyrir. Þekking er alltaf
afsprengi sérhagsmuna. Þessi skoðun á rætur í kenningu Nietzsches um lífs-
viljann eða viljann til valds eins og hann kallaði hann. Samkvæmt viljakenn-
ingunni er öll söguleg og menningarleg þróun ekki annað en afrakstur
viljabaráttu. í menningunni og samfélaginu takast á ólíkir viljar, það á sér
með öðrum orðum stað hagsmunabarátta, þar sem hver reynir með sínum
hætti að gera eigin túlkun á raunveruleikanum, túlkun sem samræmist eig-
inhagsmunasjónarmiðum, gildandi. Habermas tekur undir þessa sýn í bók
sinni Erkenntnis und Interesse (Þekking og hagsmunir), án þess þó að smætta
sannleika og þekkingu alfarið niður í sérhagsmuni þar sem hann heldur enn
í hina kantísku hugmynd um möguleika óhlutdrægra skynsemisviðmiða.7
Að dómi Nietzsches og Foucaults er aftur á móti ekki til sá sannleikur sem er
hafinn upp yfir eiginhagsmunasjónarmið valds. Oftrú á skynsemi í upp-
lýsingarheimspeki er leyst af hólmi með vantrú á skynsemi á þann hátt að
skynsemi er afhjúpuð sem sérhagsmunir. Þar með er leiðin opnuð fyrir
afstæði sannleika og þekkingar. En eins og áður sagði snýst deilan um
módernisma og póstmódernisma um algildishæfi og afstæði sannleiks- og
þekkingarviðmiða.
Foucault byggir hina sifjaffæðilegu gagnrýni sína á kenningum Nietzsches
TMM 1998:3
www.mm.is
133