Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 108
KRISTJÁN B. JÓNASSON III Það á ekki að láta texta halda sér. Manni ber að komast undan þeim. I hvert skipti sem texti „heldur“ þér skaltu forðast hann eins og eitur. Textar sem halda manni eru eiturtextar. Þeir éta upp mótþróann og andstöðuna. Þeir veikja mann í baráttunni við skipanirnar, við raddirnar, við undanlátssem- ina og samþykkið. Því það á aldrei að samþykkja neitt og það á aldrei að segja já. Við eigum aldrei að gjalda neinu jáyrði því nú þegar erum við flækt í viðjar texta sem byrgja okkur sýn, halda okkur frá nýjum möguleikum og ríkja yfir okkur með ógn, valdi og óljósum spádómum. Frumgerð þessa texta er Opin- berunarbók Jóhannesar. Henni var ætlað að stjórna heilum trúflokki og segja fýrir um endalok óvina hans, en svo yfirgengilegur varð máttur hennar að í heil 2000 ár hefur ekki sú stund liðið að einhverjir einhversstaðar á jörð- inni hafi ekki skolfið undir hennar egg. Jóhannes frá Patmos, þessi fasíski megalóman Miðjarðarhafsins, lét tvö árþúsund dansa eftir sinni ryðguðu pípu og það var enginn gleðidans heldur skak örvæntingarfullra sálna sem biðu þess að eldstormur breytti þeirn í lifandi blys. Enn bíðum við eftir enda- lokunum en þau eru ekki lengur undir stjórn Jóhannesar frá Patmos. Upp- skriftin er að vísu hans en það er búið að endurskrifa handritið og nýir leikarar hafa verið ráðnir. Endalokin koma nú ekki með básúnuþyt. Þau verða tilkynnt á CNN kvöldið þegar Dow Jones-stuðullinn endar í 50 við lokun á Wall Street. Þau koma þegar markaðir hrynja og þegar uppsöfnuð auðævi leka niður á tölvuskjám eins og hellt hafi verið yfir þau stafrænni sýru. Hin miklu endalok okkar eru endalok kapítalismans. Endalok hagkerf- isins. Út um allan heim er haldið úti vefsíðum, dagblöðum, tímaritum og sjónvarpsstöðvum til að verjast þessurn endalokum. Til að hrekja þau í burtu með spara/spenna-þulum sem gera hvern verkamann, hverja húsmóður og hvert leikskólabarn að meðleikanda í vanda efnahagsins. Enginn sleppur. Hagkerfið „heldur“ okkur og það gerir það fyrst og fremst með textum og frásögnum sem kúga okkur til hlýðni. Það er ein mesta ógæfa okkar að bók- menntir og kvikmyndir samtímans endurframleiða þessa spádóma í stað þess að sprengja fangelsisveggi þeirra. Frásagnirnar lifa áfram í sinni spá- mannlegu ógn. Þær gera ævi okkar að þrautagöngu meðalmennskunnar. Þær heimta stöðugleika heima í stofu í Reykjavík til að geta verndað óstöð- ugleika verkafólks í Indónesíu og við höngum föst í orðaleppum þeirra, óskynsemi og gervirökfræði. Hagvæðing samfélagsins byggist á útbreiðslu hugtaka sem lofa skilningi en eru í raun andlegar rafmagnsgirðingar í gúlagi markaðsssamfélagsins. „Textinn hélt mér,“ en það sem ég vildi í raun og veru var að skrifa hann upp á nýtt. Skrifa hann þangað til ekkert var orðið eftir af honum nema slitur og leifar sem héldu engu nema sér sjálfum. Ég vil skrifa 106 www.mm.is TMM 1998:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.