Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 140
SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR
öflum. Ef sjálfsveran á að vera í stakk búin til að umbylta kúgandi skilgrein-
ingum sjálfsmynda sinna og sýna sitt „rétta“ sjálf, verður hún að vera sjálf-
ráða gerandi.
Megin gagnrýni á kenningu Butlers hlýtur því að vera sú að kenning henn-
ar verður að gera ráð fýrir sjálfráða sjálfsveru. Kenning hennar byggir því á
viðmiðum sem hafa þróast innan heimspeki af hefð upplýsingarinnar og
það eru skilgreiningar sjálfsverunnar sem taka til sjálfræðis hennar, hæfni
hennar til frumkvæðis í breytni.
Gagnrýni Butlers gerir eins og fyrr segir ráð fyrir algildum viðmiðum
upplýsingarheimspeki þótt hún hafni þeim í krafti afbyggingarkenningar
sinnar og lendi þannig í mótsögn við sjálfa sig. Engu að síður tel ég að hug-
myndir Butlers um mótun sjálfsverunnar séu ómetanlegar fyrir hugmyndir
um sjálfsveruna í þeirri heimspeki sem leitast við að viðhalda arfleifð hug-
sjóna upplýsingarinnar. Þessar hugmyndir auðga og dýpka kenningar um
sjálfsveruna í heimspeki í anda upplýsingarinnar.
Hugmyndin um mótun sjálfsverunnar, eins og sú er birtist í kenningu
Butlers, sýnir ljóslega eina meginþróun innan heimspeki 20. aldar, nefni-
lega þróun frá vitundarheimspeki til málheimspeki.14 Butler staðsetur eins
og ljóst er af ofansögðu sjálfsveruna í samhengi mismunandi orðræðu, sem
og samfélagslegra og menningarlegra mótunarferla sem skilyrða og
ákvarða sjálfsmynd hennar. Hún beinir þar með sjónum að þeim menn-
ingarlegu og samfélagslegu aðstæðum og því samhengi orðræðunnar sem
sjálfsveran er sprottin úr. Hinar hefðbundnu frumauðkenningar sjálfsver-
unnar í heimspeki upplýsingar, eins og sjálfræði, sjálfsvitund og skynsemi
öðlast mun nákvæmari og raunveruleikatengdari skilgreiningar þegar tek-
ið er mið af hinum mismunandi aðstæðum og samhengi sem sjálfsverur
eru staðsettar í.
Ég tel mig hafa sýnt fram á nytsemi kenningar Butlers fyrir heimspeki í
anda upplýsingar og um leið hef ég bent á mótsagnir sem Butler flækir sig í
með kenningu sinni er hún hafnar algildum hugmyndum um jafnrétti og
réttlæti. Ég tel slíka afstæðishyggju vanhugsaða vegna þess að að baki ábend-
ingar hennar um fjölbreytni mótandi ferla er skilyrða sjálfsveruna og kröfu
hennar um viðurkenningu á mismun í ljósi mótunarferlanna býr réttlætis-
hugsjón upplýsingarinnar um jafnan rétt til sjálfssköpunar.
Af þessu ætti að vera ljóst orðið að vænlegast sé að skapa móderníska
heimspeki á póstmódernískum forsendum og finna skynsemi og skynsemis-
hugsun farveg mitt í raunveruleika samtímans, finna leið til að gera alvöru úr
hugsjónum upplýsingarinnar um jafnrétti, frelsi og réttlæti.
Er Habermas rómar mikilvægi hugmynda Kants um upplýsinguna segist
hann vilja virkja hana, hann segir verkefni upplýsingarinnar ólokið, að hún
138
www.mm.is
TMM 1998:3