Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 28
STEPHAN KRAWCZYK dreng: „í SD á morgun! í SD á morgun!“ Mér leið eins og ég sæti á bak við gluggarúðu. Kona hrópaði: „Úr fötunum!“ Svo var rekin upp snögg hláturs- roka. Og þar með var fundinum lokið. Ég laumaðist hnípinn og vandræðalegur heim í athvarf mitt, læsti íbúðar- dyrunum innan frá, sem ég geri annars aldrei, stillti rimlatjöldin í bak- herberginu á hálfrökkur, afklæddist, lagðist á dýnuna og fylgdist með tilgangslausu síflugi flugnanna. Að tæpri viku liðinni hringdi formælandinn í mig. „Þér birtist á morg- un.“ Hann boðaði framhald - sagði efnið hafa slegið í gegn á efstu hæðinni. Ef hann þyrfti fleiri myndir af mér, hugsanlega með fallegri ljósku, myndi hann láta mig vita. Hann ætlaði að láta senda mér blaðið. Til þess að geta farið huldu höfði næstu daga keypti ég nóg af pasta og þar sem ég hafði ekki hugsað mér að svara í símann daginn eftir hvað sem á dyndi hringdi ég einum degi of snemma í móður mína. „Af hverju ertu að hringja núna?“ - „Það verður gert við símann minn á morgun.“ - „ Er eitthvað að ?“ - „Neei.“ - „Það er víst eitthvað, ég heyri það alveg.“ - „Það er heitt.“ - „Er líka svona heitt hjá ykkur?“ - „Svo mann langar helst að stinga hausnum í sandinn." Nætursvalinn lét ekki á sér kræla; ekki minnsti andvaravottur sem bærði skuggamynd linditrjánna í neonbirtunni. Mér var illt í hálsinum eftir dags- verkið. Blöðin á hlyninum mínum slöptu. Á bekk í garðinum lá maður og hraut. Þrem bekkjum frá honum sat kona með sítt hár í fangi mannveru sem ég sá ekki hvors kyns var af því að ég tók næstu beygju sem bauðst, fram hjá legsteini frá nítjándu öld. Það stafaði yl frá steininum. Ég hugsaði gáttaður um kvikmynd þar sem aðalhetjan hefur lofað ástmey sinni svalanum af legsteini til að forfæra hana í kirkjugarðinum. Stjörnuhiminn borgarinnar birtir einungis grófustu myndirnar. Hér blika ljós í hæðum þar sem ekkert ætti að blika. Til að nálgast vetrarbrautina þarf maður að fara út í sveit þegar tunglið skín á hinn helming hnattarins. Þá lítur raunverulega út fyrir að himinn hvelfist yfir höfði manns. Með morgunverðinum, þegar vaktaskiptin í byggingunni voru löngu um garð gengin, lá ég fyrir framan mig á eldhúsborðinu - hallaði mér langt aftur og hló. Það hafði mér ekki tekist að endurtaka niðri á götunni. Annað erindið með kvennabaráttunni hafði orðið plássleysinu að bráð, en aftur á móti höfðu þeir feitletrað lokahendinguna. Sagan lagði áherslu á tilfinn- ingahliðina og fann upp á því að nú væri fallega ljóskan líka farin að halda fyrir mér vöku í lífrnu sjálfu. Það var spurt hver hún væri og beðist aðstoðar. Á tækinu sem í daglegu tali gengur undir nafninu símsvari skildi for- mælandinn eftir þau skilaboð að við vaktaskiptin hefðu þeir verið við aðalhliðið og að framhaldið væri klárt. Hann óskaði mér til hamingju með árangurinn - það fengju ekki allir fr amhald - og sagði sannfærður: „Frábært.“ 26 www.mm.is TMM 1998:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.