Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 28
STEPHAN KRAWCZYK
dreng: „í SD á morgun! í SD á morgun!“ Mér leið eins og ég sæti á bak við
gluggarúðu. Kona hrópaði: „Úr fötunum!“ Svo var rekin upp snögg hláturs-
roka. Og þar með var fundinum lokið.
Ég laumaðist hnípinn og vandræðalegur heim í athvarf mitt, læsti íbúðar-
dyrunum innan frá, sem ég geri annars aldrei, stillti rimlatjöldin í bak-
herberginu á hálfrökkur, afklæddist, lagðist á dýnuna og fylgdist með
tilgangslausu síflugi flugnanna.
Að tæpri viku liðinni hringdi formælandinn í mig. „Þér birtist á morg-
un.“ Hann boðaði framhald - sagði efnið hafa slegið í gegn á efstu hæðinni.
Ef hann þyrfti fleiri myndir af mér, hugsanlega með fallegri ljósku, myndi
hann láta mig vita. Hann ætlaði að láta senda mér blaðið. Til þess að geta
farið huldu höfði næstu daga keypti ég nóg af pasta og þar sem ég hafði ekki
hugsað mér að svara í símann daginn eftir hvað sem á dyndi hringdi ég
einum degi of snemma í móður mína. „Af hverju ertu að hringja núna?“ -
„Það verður gert við símann minn á morgun.“ - „ Er eitthvað að ?“ - „Neei.“
- „Það er víst eitthvað, ég heyri það alveg.“ - „Það er heitt.“ - „Er líka svona
heitt hjá ykkur?“ - „Svo mann langar helst að stinga hausnum í sandinn."
Nætursvalinn lét ekki á sér kræla; ekki minnsti andvaravottur sem bærði
skuggamynd linditrjánna í neonbirtunni. Mér var illt í hálsinum eftir dags-
verkið. Blöðin á hlyninum mínum slöptu. Á bekk í garðinum lá maður og
hraut. Þrem bekkjum frá honum sat kona með sítt hár í fangi mannveru sem
ég sá ekki hvors kyns var af því að ég tók næstu beygju sem bauðst, fram hjá
legsteini frá nítjándu öld. Það stafaði yl frá steininum. Ég hugsaði gáttaður
um kvikmynd þar sem aðalhetjan hefur lofað ástmey sinni svalanum af
legsteini til að forfæra hana í kirkjugarðinum.
Stjörnuhiminn borgarinnar birtir einungis grófustu myndirnar. Hér blika
ljós í hæðum þar sem ekkert ætti að blika. Til að nálgast vetrarbrautina þarf
maður að fara út í sveit þegar tunglið skín á hinn helming hnattarins. Þá lítur
raunverulega út fyrir að himinn hvelfist yfir höfði manns.
Með morgunverðinum, þegar vaktaskiptin í byggingunni voru löngu um
garð gengin, lá ég fyrir framan mig á eldhúsborðinu - hallaði mér langt aftur
og hló. Það hafði mér ekki tekist að endurtaka niðri á götunni. Annað
erindið með kvennabaráttunni hafði orðið plássleysinu að bráð, en aftur á
móti höfðu þeir feitletrað lokahendinguna. Sagan lagði áherslu á tilfinn-
ingahliðina og fann upp á því að nú væri fallega ljóskan líka farin að halda
fyrir mér vöku í lífrnu sjálfu. Það var spurt hver hún væri og beðist aðstoðar.
Á tækinu sem í daglegu tali gengur undir nafninu símsvari skildi for-
mælandinn eftir þau skilaboð að við vaktaskiptin hefðu þeir verið við
aðalhliðið og að framhaldið væri klárt. Hann óskaði mér til hamingju með
árangurinn - það fengju ekki allir fr amhald - og sagði sannfærður: „Frábært.“
26
www.mm.is
TMM 1998:3