Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 96
KRISTJÁN B. JÓNASSON andlegu starfi höfundarins, afurð vinnu hans og verksmiðja í senn, efni sem á sér engan platónskan gullfót, enga innistæðu í frummyndaheimi hins „vel skrifaða“ en stendur óstöðugum og síbreytilegum fótum á sínum eigin völtu forsendum. Hún er ekki tjáning sálar í búri; hún er framrás orku, áþekkt því þegar líkamanum er beitt til ásta. Hún rís upp af líkama þess sem ritar eins og væri hún sjálf líkami af líkama og í henni búa eiginleikar sem fæðast af þörfinni til að umbreyta líkamanum og laga hann að eigin vilja, eigin duttl- ungum. Limlesting hins efnislega líkama, umbreyting hans og endurmótun, er á vissan hátt tilraun til að heimta skriftina aftur til baka. í stað þess að fara með skriftina út úr líkamanum fer líkaminn að rita sig sjálfan upp á nýtt. Hann hættir að treysta að textinn millifæri orkuna yfir á nýtt snið en nýtir hana til að endurvinna sig sjálfan. Allir kannast við hve gaman það er að „lesa“ fólk sem hefur lagt natni og orku í að umbreyta sér sjálfu, skjóta í sig málmi, rista á sig myndir, breyta nefi og brjóstum. Það hefur sannarlega „sögu að segja“. Langan bálk um minningar sem ristar voru á búkinn og færðar inn í húðina, ör eftir gaddavír eða vígtennta hunda, skrámur eftir harðhenta elskhuga og ógleymanlega smámynd af birtuspilinu fyrir utan tattústofuna í Amsterdam þar sem heilagur Georg með lensu var ristur í vinstra herðablaðið. Hvílíkt lífshlaup! Hvílík ævisaga sem aðeins verður les- in af næmasta túlkanda, lesanda sem megnar að smeyga sér inn í eyðurnar og hefja þaðan upp eina söguna enn, ekki guðlega merkingu, heldur sögu sem flöktir skamma stund og hverfur svo. Er þetta ekki góð skrift? Hin allrabesta skrift? III Loftið er þunnt á Parnassostindi og gammarnir verða þreyttir af því að anda því að sér. Þeir endast verr til göngu og hafa lítinn mátt til skrifta en mæna dagana langa niður í dalina, niður til borganna þar sem önnur menning en þeirra dafnar í fúlli láglendisstybbunni. Þeir horfa á menjar hennar með lítt duldum viðbjóði og finnst þar fátt til matar enda skortir þar skýru mörkin milli góðs og ills sem að þeirra áliti bera uppi alla menningu. Þeir gæla við þá hugmynd að í hópi þeirra ríki eilíft gullaldarástand og þessi ímyndaða fortíðardýrð gagnast þeim sem mælistika á allt sem ber fyrir sjónir. Mottó þeirra er: „Hvernig hefði Virgill komist hér að orði,“ jafnvel þótt þeir kunni ekki latínu og hafi vart lesið nema hálfa línu eftir skáldið í enskri þýðingu. Þeir þumbast sum sé við og láta eins og úrvalshópur afburðamanna geti enn skorið úr um góða skrift og vonda, fellt afdráttarlausa dóma um bögubósa og brilljansa og kveðið upp úr um muninn þar á með slíkum þunga, að allur al- menningur kyngi munnvatni og lími aftur á sér gúlann. En þeir tala fyrir daufum eyrum. í borgunum eru það ekki Parnassosmenn sem hafa úrslita- 94 www.mm.is TMM 1998:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.