Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 41
VIÐTAL Mér var dálítið ómótt, ég kvaddi og gekk út á götu. Eftir að hafa dregið djúpt andann nokkrum sinnum fór ég aftur inn í bókabúðina. Afsakið, sagði ég, en getið þér sagt mér hvar hann situr inni? Konan horfði á mig, leit aftur á bumbuna mína, en veitti mér þessar upplýsingar samt sem áður. Tegel, Seidelstrasse, hús númer III. Eftir stutta stund bætti hún við: fyrir lífstíðarfanga. Andrúmsloftið var ekki beinlínis þannig að ég kærði mig um að spyrja hana hvers vegna. Ég þakkaði fyrir, gekk eftir Hardenbergstrasse niður að Bahnhof Zoo og tók neðanjarðarlestina heim, í áttina til Steglitz. Morguninn eftir, þegar ég kom á ritstjórnarskrifstofuna, byrjaði ég á því að líta til Schiefners, starfsbróður míns, sem var í svæðisfréttunum. Hann bauð mér upp á bolla af stöðnu Nicaragua-kaffi. Hann hafði líklega hitað upp dreggjarnar frá deginum áður. Eftir að ég hafði fengið mér sopa spurði ég hann um Zoltan Beyer. Það er sá sem gefur út fangablaðið, sagði Schiefner, einhvers staðar hlýt ég að eiga eintak af því. Hann kveikti sér í sígarettu. Ég opnaði glugga og hann rótaði í skúffum, eins og hann gerði alltaf, ef ég spurði hann um eitthvað. Þegar ég yfirgaf skrifstofuna hans vissi ég að Beyer hafði skotið konuna sína og elskhuga hennar, að hann hafði starfað sem leikari við leikhús í Hamburg, að hann var þrjátíogþriggja ára og þurfti að afplána lífstíðardóm og fimmtán ár að auki. Eftir að hafa skrifað nokkur bréf og hringt nokkur símtöl fékk ég formlegan viðtalstíma í húsi III. Eftir upplesturinn hafði Zoltan Beyer verið settur í útgöngubann, en vildi hins vegar ekki ræða það mál nánar í símann og eiginlega kærði hann sig ekkert um að tala við mig. Ég kæri mig ekki um að það sé verið að nota fangelsisvandamál mín sem efni í hasarsögur, sagði hann. - Mig langar að ræða við yður um textana yðar, sagði ég, og um blaðið sem þér gefið út. Þrem vikum seinna sat ég í neðanjarðarlestinni, á leiðinni til Tegel, með heimsóknarleyfi, upptökutæki og tóbakspakka í vasanum. Þetta var á heið- skírum sumardegi og ég svitnaði í jakkanum, sem ég notaði til að klæða af mér bumbuna, sem þó var ekki víst að væri hægt að fela lengur. Þegar leitað var á mér var hún líka þukluð líkt og til að ganga úr skugga um að í henni væri ekkert annað en fóstur. Dyr opnuðust og lokuðust að baki mér, ég man ekki eftir neinum smáatriðum, heldur aðeins þeirri kyndugu tilfmningu, að þetta væri alveg eins og í bíómynd. Þegar ég kom í hús III var ég leidd inn í þröngan klefa, þar sem stóðu borð og tveir stólar. Þeir sögðu að þetta væri bæði notað sem viðtalsherbergi og biðstofa og ég spurði sjálfa mig hver væri eiginlega sjúklingurinn á svona stað. Ég varð að bíða í nokkrar mínútur þar til þeir komu með Zoltan til mín. Hann hélt á bakka með tveimur bollum, undirskálum og hitakönnu. Vörð- TMM 1998:3 www.mm.is 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.