Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 45
VIÐTAL
horfir önugur á mig, í fyrsta sinn er eins og hann sé óöruggur. Ég hristi
höfuðið, stundum hlæ ég bara, segi ég, út í loftið.
Fjórða snældan. Við erum enn lokuð inni, enginn vörður, ekkert bank,
engin áskorun um að fara. Ég myndi gjarnan vilja ræða við hann um
glæpsamlega orku ástarinnar. Hann talar um blaðið sitt. í hverju hefti, segir
hann, er ákveðið meginstef. í því síðasta var fjallað um ástina og kynlífið, nú
er ég að undirbúa hefti um ímyndanir og drauma. Ef þig langar getur þú líka
skrifað grein fyrir okkur. Þetta blað á ekki bara að vera vettvangur fyrir félaga
okkar sem sitja inni.
Ég veit ekki hvers vegna, en allt í einu fæ ég aft ur skýra tilfmningu fyrir því
hvar ég er stödd, heyri raddir á ganginum, hringl í lyklum, hljóð sem ég hef
varla tekið eff ir fyrr, fyrir utan flugtök og lendingar flugvéla. Zoltan vefur sér
sígarettu, kveikir í henni, rís á fætur, gengur að hurðinni, ýtir á húninn,
opnar klefann og gengur út.
Vörðurinn hafði lokað dyrunum, en ekki læst þeim. Ég hafði ekki verið
læst inni með honum, að minnsta kosti ekki í þessu herbergi. Ég kæri mig
ekki um að setja fimmtu snælduna í. Ég vef mér sígarettu, finn ekki kveikjara,
vef mér eina til viðbótar og fer fram á ganginn.
Zoltan kemur á móti mér, dyrvörðurinn er ekki á staðnum, segir hann,
hann hefur greinilega gleymt okkur. Við bíðum, ég veit ekki hvað lengi.
Zoltan sýnir mér dyrnar að klefanum sínum. Mig langar ekki að sjá klefann
hans. Hvort ég geti sent honum bók spyr hann og nefnir bókartitil eftir
Bloch. Ég lofa honum því.
Ég get ekki munað hvernig við kvöddumst eða hvernig ég komst út úr
byggingunni. Ég man bara eftir ferðalaginu sem ég fór í viku seinna með
föður ófædda barnsins míns. Eiginlega vildi ég ekki fara í þessa skemmtiferð,
ég ætlaði mér að vinna. Ég tók með mér snældurnar fímm, ritvélina mína og
pakka af vélritunarpappír. Við keyrðum rúmlega tólf þúsund kílómetra á
bílnum.
Sex vikum seinna var ég fegin að vera komin aft ur til Berlínar. Um leið og
ég kom á ritstjórnina fór ég beint til Schiefners. Hann sagðist hafa vanið sig af
því að reykja, hitaði kaffi og sagði frá því að Beyer hefði nokkrum sinnum
hringt til að spyrja um greinina. Og hvað sagðirðu honum? spurði ég. - Að
þú værir í fríi og hefðir ekkert látið heyra frá þér. - Það kemur engin grein,
sagði ég, það var brotist inn í bílinn okkar og snældunum með viðtalinu var
líka stolið. Við stóðum uppi allslaus, höfðum ekkert nema fötin sem við
stóðum í. Ávísanir og skilríki vorum við með í jakkavösunum.
Ekki sem verst, sagði Schiefner, það er eiginlega allt sem maður þarf. Hann
hellti kaffi í bolla og spurði hvaða yfirskrift ég myndi nota um ferðina okkar.
Hjólandi þögn eða þögn á hjólum, sagði ég. Það hljómar ekki vel, sagði hann.
TMM 1998:3
www.mm.is
43