Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 109
SJO LYKLAR AÐ ElNNl SKRÁ
mig út úr hagkerfinu. Út úr fangelsi Adams Smith og inn í það ómögulega,
það sem er svo langt handan textans að textinn getur ekki haldið því.
7. Engu ofaukið
„Hið samþjappaða er ánægjulegra en það, sem teygist yfir langan
tíma.“ Aristóteles: Um Skáldskaparlistina, 26.
I
í klassísku listaverki er engu ofaukið. Ekkert skekkir mynd þess af fullkomn-
um formum, fullkomnum búkum, fullkomnum nefjum, fullkomnum eyr-
um. í klassískum texta rennur tungumálið fram líkt og eyki vel taminna
hrossa. Þar hleypur ekkert orð upp og enginn bókstafur út undan sér. Þar
heldur styrk og æfð ekilshöndin um tauma og beitir keyrinu ekki nema í
brýnustu neyð. Svo velþjálfuð orð þarf ekki að píska í mark og svo marg-
reynda frasa þarf ekki að hvetja. í skriði þessara eðalhrossa er ekkert of né
van. Og einmitt þess vegna eru áhorfendur allir við að sofna. Þeir standa
geispandi á fætur og mjaka sér að pysluvagninum eða blöðrustandinum,
kaupa sér gos og súkkulaði og súpa laumulega á vasafleygum eða svolgra í sig
bjór. Eftir því sem leiðindin magnast og fylleríið eykst fara þeir að verða há-
værari og eftir að hafa æpt og gólað nokkra hríð brestur þá þolinmæði og
þeir grýta dósum inn á völlinn. Þá kemur löggan og slagsmálin byrja.
Klassíkin er í uppnámi. Grauturinn tekur við. Þegar búið er að moka skríln-
um út ráfar hann blóðugur en hróðugur yfir á næstu knæpu og heldur áfram
að súpa ölið. Hér eru kappreiðahetjur klassíkurinnar fjarri góðu gamni. Hér
er öllu ofaukið. Það er of mikið fýllerí, það er of mikið káferí, það eru of
margir í röð fyrir framan klósettið og það er alveg áreiðanlega of mikið reykt.
Menn og konur kúgast af ofgnótt og pissa af ofgnótt og æpa vegna þess að
það er of mikill hávaði. í þessari ofgnótt eyðum við, vesturlandabörnin, æv-
inni. Hvers vegna í ósköpunum ætti listin okkar þá að vera einhvern veginn
öðruvísi? Hver vill eiginlega þessa klassík? Þessar bækur þar sem „engu er of-
aukið“?
II
Hvað ég að gera við listaverk þar sem engu er ofaukið? Því þar sem engu er of-
aukið vantar heldur ekkert og því hlýtur gripurinn að vera fullkominn og við
hið fullkomna verður ekkert gert. Það verður ekki túlkað og um það þarf ekki
að hugsa; það er ekki einu sinni eins og einsteinungurinn í kvikmyndinni
TMM 1998:3
www.mm.is
107