Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 109

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 109
SJO LYKLAR AÐ ElNNl SKRÁ mig út úr hagkerfinu. Út úr fangelsi Adams Smith og inn í það ómögulega, það sem er svo langt handan textans að textinn getur ekki haldið því. 7. Engu ofaukið „Hið samþjappaða er ánægjulegra en það, sem teygist yfir langan tíma.“ Aristóteles: Um Skáldskaparlistina, 26. I í klassísku listaverki er engu ofaukið. Ekkert skekkir mynd þess af fullkomn- um formum, fullkomnum búkum, fullkomnum nefjum, fullkomnum eyr- um. í klassískum texta rennur tungumálið fram líkt og eyki vel taminna hrossa. Þar hleypur ekkert orð upp og enginn bókstafur út undan sér. Þar heldur styrk og æfð ekilshöndin um tauma og beitir keyrinu ekki nema í brýnustu neyð. Svo velþjálfuð orð þarf ekki að píska í mark og svo marg- reynda frasa þarf ekki að hvetja. í skriði þessara eðalhrossa er ekkert of né van. Og einmitt þess vegna eru áhorfendur allir við að sofna. Þeir standa geispandi á fætur og mjaka sér að pysluvagninum eða blöðrustandinum, kaupa sér gos og súkkulaði og súpa laumulega á vasafleygum eða svolgra í sig bjór. Eftir því sem leiðindin magnast og fylleríið eykst fara þeir að verða há- værari og eftir að hafa æpt og gólað nokkra hríð brestur þá þolinmæði og þeir grýta dósum inn á völlinn. Þá kemur löggan og slagsmálin byrja. Klassíkin er í uppnámi. Grauturinn tekur við. Þegar búið er að moka skríln- um út ráfar hann blóðugur en hróðugur yfir á næstu knæpu og heldur áfram að súpa ölið. Hér eru kappreiðahetjur klassíkurinnar fjarri góðu gamni. Hér er öllu ofaukið. Það er of mikið fýllerí, það er of mikið káferí, það eru of margir í röð fyrir framan klósettið og það er alveg áreiðanlega of mikið reykt. Menn og konur kúgast af ofgnótt og pissa af ofgnótt og æpa vegna þess að það er of mikill hávaði. í þessari ofgnótt eyðum við, vesturlandabörnin, æv- inni. Hvers vegna í ósköpunum ætti listin okkar þá að vera einhvern veginn öðruvísi? Hver vill eiginlega þessa klassík? Þessar bækur þar sem „engu er of- aukið“? II Hvað ég að gera við listaverk þar sem engu er ofaukið? Því þar sem engu er of- aukið vantar heldur ekkert og því hlýtur gripurinn að vera fullkominn og við hið fullkomna verður ekkert gert. Það verður ekki túlkað og um það þarf ekki að hugsa; það er ekki einu sinni eins og einsteinungurinn í kvikmyndinni TMM 1998:3 www.mm.is 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.