Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 86
PÉTUR GUNNARSSON
ríkisvaldi. Og þvert ofan í kokkabækur var það vanþróaðasta ríkið með kap-
ítalisma á brauðfótum sem hreppti aðalhlutverkið. Lenín, efnilegasti læri-
sveinn Marx, annaðist leikstjórn, búningar og leikmynd voru í höndum
bolsévika. Og nú var fræðikenningin á sínum stað. Og kenningin sagði:
frumforsenda sameignarskipulags er háþróaður kapítalismi. Sá veiki kapít-
alismi sem þó var í Rússlandi fyrir stríð hafði skolast burt í hamförum styrj-
aldarinnar og borgarastríðsins sem á eftir fylgdi. Með puttann á bókstafnum
sögðu bolsévikar: okkur er nauðugur einn kostur að skapa forsendurnar
upp á eigin spýtur, magna kapítalismann lífi að nýju, en í þetta skipti undir
vökulu eftirliti Flokksins sem sér til þess að ekkert fari úrskeiðis og hirðir í
fyllingu tímans ávöxtinn og kemur á sameignarskipulagi. Sjálfur spurði
Lenín helsjúkur árið 1923:
„... heppnast okkur- þrátt fyrir kotbændabraginn á framleiðslu okk-
ar, þrátt fyrir ringulreiðina í efnahagslífi okkar - að þrauka þar til
auðvaldsríki Vestur-Evrópu hafa þróast til sósíalisma?“
Við vitum hvernig fór. Eða vitum við það?
Kópernikusarbylting er það kallað þegar endaskipti verða á framsetningu
viðfangsefnis, viðhorfssnúningur, og á rætur að rekja til Kópernikusar, þess
sem datt í hug að það væri ekki sólin sem snerist í kringum jörðina heldur öf-
ugt. Þvert ofan í það sem virtist, væri það jörðin og reikistjörnurnar sem
snerust um sólu. Heimsmynd Aristótelesar sem hafði verið við lýði í 2000 ár
hrundi, ekki í einu vetfangi, það tók mörg hundruð ár áður en páfagarður
viðurkenndi þessa „nýju“ versjón. En um leið og alheimurinn var skoðaður
út frá þessu nýja sjónarmiði fengu mörg óútskýrð fyrirbæri himnanna eðli-
lega lausn.
Sama gildir um Sovétríkin, á meðan því var tekið á nafnverði að þau væru
sósíalísk, hlóðust upp spurningar sem æ langsóttara var að svara: launamun-
ur, misrétti, forréttindastétt, heimsvaldastefna, hvernig stóð á því að fórnar-
lömb hreinsananna voru nær ævinlega hreintrúaðir kommúnistar sem
jafnvel á stundu byssukúlunnar hrópuðu: „Lifi byltingin!“
Aftur á móti ef við lítum á áttatíu ára sögu Sovétríkjanna sem eina sam-
hangandi auðvaldspólitík þar sem verkefnið var að koma á kapítalisma í
Rússlandi, þá birtist hrunið 1989 ekki sem einstæður, óútskýranlegur
atburður heldur rökrétt afleiðing í samfelldri viðburðarás. Frá flokkseig-
endakapítalisma með sósíalíska yfirvarpshugmyndafræði til grímulauss
markaðskapítalisma.
Dæmi Sovétríkjanna nægði til að gera hugsjón sósíalismans að markleysu
á meðan þau voru á dögum og um langt skeið verður kommúnismi í hugum
84
TMM 1998:3