Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 42
CHRISTA SCHMIDT urinn yfirgaf herbergið og læsti okkur inni. Ég hélt að þér væruð eldri, sagði Zoltan. Ég heilsaði honum ofurlítið vandræðaleg og einbeitti mér að upptökutækinu. Hann gladdist yfir tóbakinu, hellti handa okkur kaffi í bollana og vafði sér sígarettu. Ég horfði á hann, hendurnar, axlirnar, hárið, í augun leit ég aðeins örfáar sekúndur. Ég fór ekki úr jakkanum og hann spurði heldur einskis. Við nefndum ekki einu orði hvað ég vildi fá að vita um hann, ekki orð um glæpinn hans, ekki orð um feril hans sem leikara, heldur ekki um útgöngubannið. Hann notaði hverja einustu sígarettu til að kveikja sér í þeirri næstu, sló öskuna á undirskálina, talaði um ritstjórnarfundi, útvarpsviðtal og bréfaskipti við starfsbræður sína þarna úti, svonefnda sjálfstæða rithöfunda. Reykurinn varð fljótlega eins og þokubakki á milli okkar sem var mér að skapi. Bandið gekk, ég leyfði honum að tala, sneri snældunni við eft ir hálftíma og þegar vörðurinn kom inn í herbergið var mér ljóst að á snældunni væri ekkert sem ég gæti notað í grein. Að skilnaði sagði ég eitthvað í þeim dúr að við ættum vonandi eftir að tala oft og lengi saman. Það vona ég líka, sagði Zoltan og bað mig að hinkra augnablik. Hann sótti bók í klefann sinn, með áritun, án dagsetningar. Kannski langar þig að kíkja í hana. Allt í einu var hann farinn að þúa mig. Mér var ekki ljóst, hvort það var merki um trúnað, eða bara það hvað ég var ung. Þegar ég yfirgaf bygginguna leið mér eins og ég væri dofin, jörðin virtist dúa undir fótum mínum. Ég fann fyrir eins konar þoku sem lagðist yfir skynjunina, það var eins og ég hefði farið að heimsækja einhvern í völundar- húsi og vingjarnlegt fólk hefði lokið upp fyrir mig dyrum sem leiddu til hans. Ég var búin að gleyma rimlunum og líkamsleitinni. Ég fór upp í neðan- jarðarlestina og daginn eftir pantaði ég annað viðtal. Viku seinna, þegar ég var enn á leið til Tegel, jakkalaus, var ég ekki síður óstyrk en í fyrra skiptið, enda þótt ég vissi nú hvað biði mín. Nei, í rauninni vissi ég það ekki. Starfsfólkið heilsaði mér eins og gömlum kunningja, bumban var ekki þukluð, það var ekki leitað í tóbakinu né heldur í upp- tökutækinu eða fimmsnældupakkanum sem ég hafði keypt á tilboðsverði. Þegar ég ætlaði að rífa pakkann upp til að stinga fjórum snældum í geymslu- hólf gaf gæslukonan mér bendingu og hleypti mér í gegn með töskuna þar sem ég geymdi líka svissneska vasahnífmn minn. Zoltan beið fyrir utan viðtalsherbergið, það var búið að setja bollana, hitakönnu og öskubakka á borðið. Hálfgert faðmlag og síðan settist ég eins og áður og sneri baki í gluggann. Vörðurinn leit sem snöggvast inn í herbergið, kinkaði kolli til mín og lokaði dyrunum. Ég tók upptökutækið, snældurnar og tóbakið upp úr töskunni. Zoltan hellti kaffi í bollana. Þú ætlar ekki að koma litlu í verk á einum klukkutíma, sagði hann og benti á fimm-snældupakkann. Ég stakk snældu í tækið og bað hann um raddprufu. 40 www.mm.is TMM 1998:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.