Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 138

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 138
SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR ingar og tilburði til að steypa fólk í sama mót. Greining þeirra á heftandi og kúgandi viðmiðum módernisma gerir þá ofurnæma á allar tilraunir til sköp- unar heildarsýnar sem þeir telja merki um afturför og afturhald. Áhersla póstmódernismans á mismun og fjölbreytni er tvíbent fyrirbæri. Hún getur leitt til fjölhyggju sem verður handahófskennd þar sem allt er leyfilegt, allt er gott, allt er viðurkennt. M.a.s. Nietzsche varaði fyrir meir en 100 árum við „óvirkri tómhyggju“ og sinnuleysi. Ef fjölhyggja þróast út í að má út mismun og gera að engu viðmið til að meta mismun verður hún að flathyggju. Hversdagslegur raunveruleiki okkar er til vitnis um það og sést það hvað skýrast í slævandi áhrifum yfirþyrmandi offramboðs fjölmiðla. Þegar við lok 19. aldar benti Nietzsche á hættuna og um leið vaxtarmögu- leikana sem aukið rótleysi og stefnuleysi nútímamannsins býr honum. í póstmódernískum kenningum hefur sú staðreynd að sjálfsveran á sér ekki eins djúpar rætur í hefðum á tímum fjölhyggju og upplausnar viðmiða leitt til breyttra hugmynda um tilurð og mótun sjálfsverunnar. Frá sjónarhóli þeirra er viðhalda siðferðilegum og stjórnspekilegum viðmiðum um sjálfs- veruna úr arfleifð upplýsingarheimspeki grafa hinar póstmódernísku kenn- ingar undan sjálfsverunni. Af þeim sökum hafa kenningar Judith Butlers legið undir ámæli fyrir að boða „dauða sjálfsverunnar“. Hvað er átt við þegar sagt er að sjálfsveran sé dauð? Og hvernig tekur módernísk heimspeki spádómum póstmódernista um dauða sjálfsverunn- ar? Sjálfsveran er jú ein af kjarnahugmyndum þekkingarfræði, stjórnmála- og samfélagsheimspeki, sem og siðfræði módernískrar heimspeki í anda Kants. Sjálfsveran sem hin sjálffáða skynsemisvera er upphafsreitur þekk- ingar og siðlegrar breytni einstaklinga í samfélagi. Hugum nú nánar að hug- myndum póstmódernista eins og Butlers um sjálfsveruna, en hún setur fram eina ýtarlegustu póstmódernísku kenningu síðari ára um skilyrði mótunar sjálfsverunnar. Það má auðkenna kenningu Butlers sem hún setti fyrst fram í frægri bók sinni Gender Trouble (Kynferðisvandi) sem „sterka“ tegund póstmódernisma.10 Engu að síður tel ég að kenning Butlers um mótun sjálfsverunnar sé til þess fallin að leiðrétta og endurbæta hefðbundnar módernískar kenningar um sjálfsveruna. Þess utan fullyrði ég að kenning hennar um upplausn sjálfsverunnar, sem merkir að hún smætti hana niður í mótandi öfl sjálfsverunnar, leiðir til þess að hún lendir annars vegar í mót- sögn við sjálfa sig og hins vegar í mótsögn við siðferðileg og stjórnspekileg grunnviðmið módernískrar heimspeki. Kenning Butlers um mótun sjálfsverunnar þjónar ákveðnum siðferðileg- um og pólitískum tilgangi. Með henni áréttar Butler hina lýðræðislegu sann- færingu um að við eigum að hafa jafnan rétt til að skapa okkur sem 136 www.mm.is TMM 1998:3 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.