Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 32
MICHAEL WILDENHAIN
fyrirtækisins. Tveimur árum seinna er hann leystur undan kvöðum erfiðis-
vinnunnar.
Vegna sérstaks samkomulags er stjórn fyrirtækisins næstum alltaf nauð-
beygð til að fá samþykki fulltrúa starfsmanna, þegar einhvers konar ráðn-
ingarmál, og þó sér í lagi uppsagnir, eiga í hlut. Árum saman heitir þessi
fulltrúi Friedrich Torgau. Hann er fastur fyrir, óvæginn í eigin garð og
annarra, mótaður af eftirstríðsárunum, endurreisninni og síðan efnahags-
undrinu. Auk þess að ala Maríó upp helgar hann fyrirtækinu og verka-
lýðsfélaginu krafta sína alla. Þegar hann er fimmtíuogfimm ára er honum
sagt upp störfum fyrirvaralaust.
Ástæðan: hann slær verkamann frá Afríku hvað eftir annað með kreppt-
um hnefa í andlitið. Tilefnið: verkstjórinn sendir þýskan starfsbróður hans,
rennismið, í leyfi vegna áfengisvandamála. Afríkubúinn er ráðinn og settur
inn í starfið. Fyrir tilverknað starfsmannaráðsins og verkalýðsfélagsins tekst
að breyta tímabundnum samningi affíska verkamannsins í fastráðningu,
eftir að búið er að framlengja hann hvað eftir annað. í framhaldi af því tekst
stjórn fyrirtækisins að losa sig við þann sem sendur hafði verið í leyfi. Hvorki
starfsmannaráðið, verkalýðsfélagið né almenn mótmæli starfsmanna fá
neinu breytt um það.
Þegar það svo gerist nokkrum dögum seinna að Afríkubúinn veigrar sér
við að hlýða frekjulegum fyrirmælum innréttingasmiðs og sópa verkstæðið
eftir hann, með þeim orðum að sjálfur sé hann vélamaður, slær Friedrich
Torgau sem er af tilviljun á staðnum Afríkubúann í andlitið.
Þrjár mínútur yfir tólf. Á barnum sem er skreyttur með litskrúðugu pappa-
skrauti eru aðeins tveir gestir og báðir líta þeir út fyrir að híma upp á hvern
dag á stól við barborðið. Veislan er haldin í sérstökum, fráteknum salar-
kynnum. Fjórar mínútur yfir tólf.
Nógsvigrúmfyrir veisluhöld. Dansleikir æskuáranna. Má vera að Friedrich
Torgau hafi verið tíður gestur á skemmtunum fimleikafélagsins, áhuga-
garðyrkjumanna, náttúruunnenda, dansskólans, árshátíð húsmæðrafélags-
ins, - haustið eftir að hann hafði lokið meistaraprófi. Fremst í salnum lék
hljómsveitin foxtrott. Hann klæjaði undan rúllukragapeysunni. Það var
setið í þrjá tíma, svitalykt í handarkrikunum. Gestirnir drukku jarðaberja-
bollu. Stúlkan sem gat farið kollhnís og síðan í splitt á leikfimihestinum með
grófu klæðningunni, dansaði við vinkonu sína, fyrirliðann og síðan við
föður sinn. Dansaði við vinkonu, fyrirliðann, síðan frænda sinn. Dansaði við
fyrirliða, vinkonu sína, fýrirliða. Dansaði. Hvers vegna fæddist maður sem
strákur en ekki sem leikfimihestur með gróff i klæðningu? Hvers vegna hefur
30
www.mm.is
TMM 1998:3