Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 32
MICHAEL WILDENHAIN fyrirtækisins. Tveimur árum seinna er hann leystur undan kvöðum erfiðis- vinnunnar. Vegna sérstaks samkomulags er stjórn fyrirtækisins næstum alltaf nauð- beygð til að fá samþykki fulltrúa starfsmanna, þegar einhvers konar ráðn- ingarmál, og þó sér í lagi uppsagnir, eiga í hlut. Árum saman heitir þessi fulltrúi Friedrich Torgau. Hann er fastur fyrir, óvæginn í eigin garð og annarra, mótaður af eftirstríðsárunum, endurreisninni og síðan efnahags- undrinu. Auk þess að ala Maríó upp helgar hann fyrirtækinu og verka- lýðsfélaginu krafta sína alla. Þegar hann er fimmtíuogfimm ára er honum sagt upp störfum fyrirvaralaust. Ástæðan: hann slær verkamann frá Afríku hvað eftir annað með kreppt- um hnefa í andlitið. Tilefnið: verkstjórinn sendir þýskan starfsbróður hans, rennismið, í leyfi vegna áfengisvandamála. Afríkubúinn er ráðinn og settur inn í starfið. Fyrir tilverknað starfsmannaráðsins og verkalýðsfélagsins tekst að breyta tímabundnum samningi affíska verkamannsins í fastráðningu, eftir að búið er að framlengja hann hvað eftir annað. í framhaldi af því tekst stjórn fyrirtækisins að losa sig við þann sem sendur hafði verið í leyfi. Hvorki starfsmannaráðið, verkalýðsfélagið né almenn mótmæli starfsmanna fá neinu breytt um það. Þegar það svo gerist nokkrum dögum seinna að Afríkubúinn veigrar sér við að hlýða frekjulegum fyrirmælum innréttingasmiðs og sópa verkstæðið eftir hann, með þeim orðum að sjálfur sé hann vélamaður, slær Friedrich Torgau sem er af tilviljun á staðnum Afríkubúann í andlitið. Þrjár mínútur yfir tólf. Á barnum sem er skreyttur með litskrúðugu pappa- skrauti eru aðeins tveir gestir og báðir líta þeir út fyrir að híma upp á hvern dag á stól við barborðið. Veislan er haldin í sérstökum, fráteknum salar- kynnum. Fjórar mínútur yfir tólf. Nógsvigrúmfyrir veisluhöld. Dansleikir æskuáranna. Má vera að Friedrich Torgau hafi verið tíður gestur á skemmtunum fimleikafélagsins, áhuga- garðyrkjumanna, náttúruunnenda, dansskólans, árshátíð húsmæðrafélags- ins, - haustið eftir að hann hafði lokið meistaraprófi. Fremst í salnum lék hljómsveitin foxtrott. Hann klæjaði undan rúllukragapeysunni. Það var setið í þrjá tíma, svitalykt í handarkrikunum. Gestirnir drukku jarðaberja- bollu. Stúlkan sem gat farið kollhnís og síðan í splitt á leikfimihestinum með grófu klæðningunni, dansaði við vinkonu sína, fyrirliðann og síðan við föður sinn. Dansaði við vinkonu, fyrirliðann, síðan frænda sinn. Dansaði við fyrirliða, vinkonu sína, fýrirliða. Dansaði. Hvers vegna fæddist maður sem strákur en ekki sem leikfimihestur með gróff i klæðningu? Hvers vegna hefur 30 www.mm.is TMM 1998:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.