Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 57
TILGANGSLAUST AÐ VEITA VIÐNÁM!
arastéttar sem sé meðvituð um sjálfa sig“ til að byggja fallega borg - þá hlýtur
eina eða fleiri af þessum forsendum að vanta. Valdið vantar víst ekki,
peningana ekki heldur, listræna hugarfarið - látum það liggja milli hluta.
Enn djarfar heldur ekki fyrir pótintátanum. En hvernig er ástatt með borg-
arastéttina?
Ég hef sjaldan komist í návígi við yfirstéttina þann tíma sem hef búið í
Vesturberlín. Við sóttum greinilega ekki sömu knæpurnar. Aðeins einu sinni
færði ég mér tilviljunina í nyt og ávarpaði ríkjandi borgarstjóra til þess að ýta
undir það að taka tveggja húsa í Potsdamer Strasse, þar sem ég hafði fundið
einskonar athvarf og lögreglan hótaði að rýma, yrði gerð lögleg. í annað
skipti, það var við minningarathöfn um látinn útgefanda, heyrði ég eftir-
mann hans í embættinu tala um Berlín sem borg í miðju Þýskalandi. Sem
betur fór vorum við þá þegar með samninginn upp á vasann.
Ég verð sem sagt að láta mér nægja viðsnúinn endi og segja: Ef nýja
byggingarlistin lýsir sálarástandi þýsku borgarastéttarinnar virðist ástand
hennar ekki allt of gott. Það hefur heilmargt gerst frá tímum Mosses og
Mendelsohns. Það getur ekki verið að það hafi engar afleiðingar að jafnvel í
blöðum Qármálaauðvaldsins voru ekki alls fýrir löngu orðaðar efasemdir
um það efnahagsskipulag sem dæmt er til vaxa að eilífu, ella farist það. Og
hvílík martröð hlýtur það að hafa verið fýrir hina voldugu yfirstétt sem ríkir
yfir hálfri Evrópu þegar dætur hennar og synir snerust gegn henni með
mannránum, plastsprengjum og háþróuðum skotvopnum? Ég ætla hreint
ekki að bora dýpra, annars kæmum við að því að upptaka eigna þýskra
gyðinga hafi ekki verið verk Kreta og Pleta heldur þeirrar þýsku
borgarastéttar sem ekki var af gyðingaættum enda þótt öðruvísi sé litið á
málin nú fyrir tilstilli Hollywoods og Spielbergs.
Nægilegt tilefni til hóptaugaveiklunar eða - ? Mig grunar að þýska borg-
arastéttin hafi ekki verið sálrænt undir hinar nýju aðstæður búin. En
hverjum á maður að lá þó hann ýti efasemdum sínum til hliðar, hafí þær
einhverntíma verið fýrir hendi, ef risavaxinn, móttækilegur markaður er
skyndilega og óvænt á næsta leiti? Lokum augunum og drífum í þessu!
Kannski felur það meira að segja í sér endurhæfingu.
En við innfæddir verðum að lifa með endurbyggða austurhlutanum. Og
hvers vegna ekki. Allt frá því að hershöfðingi Sambandshersins tók við stjórn
innri málefna Berlínar líður okkur hvort eð er eins og þeim sem hafa verið
nappaðir og heyra röddina úr gjallarhorninu inn í felustaðinn: Þér eruð
umkringdir. Tilgangslaust að veita viðnám! -
Ég leit ennþá öðruvísi á þetta þennan dag fyrir framan ráðhúsið í Schöne-
berg sem ég sagði yður frá. Á sama augnabliki og hljómmikil rödd hvatti
TMM 1998:3
www.mm.is
55