Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 145

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Blaðsíða 145
RITDÓMAR skap vegast þessar andstæður á í sífellu og vitna um djúpstæða þrá mannsins að sigrast á dauðanum og öðlast hina full- komnu sælu eilífs lífs. I trúarbókmennt- um miðalda lögðu söguhetjur á sig ofur- mannlegar píslir fyrir sannfæringu sína og hlotnaðist fyrir vikið eilíft líf í sælu himnaríkis. Píslardauðinn glæddi líf þeirra merkingu og tilgangi. Líf Hálfdans Fergussonar er einnig háð þeirri þversögn að fá fyrst raunveru- lega merkingu og inntak í „dauðanum“ og í „dauðanum" kynnist hann bæði ást- inni og sælu eilífs lífs. í sögunni fá les- endur þó ekki að kynnast neinu ofur- menni heldur ósköp venjulegum meðaljóni sem lifir heldur tíðinda- snauðu lífi enda hvorki stórbrotin né djúphyggin persóna. Höfundur hlífir lesandanum við mjög nánum kynnum af lífi hans enda er söguefnið umfram allt hinn skáldaði eða ímyndaði dauðdagi og spenna atburðarásarinnar felst í því hvernig eða hvort Hálfdani takist að losa sig út úr flækju þessarar martraðar, hvort hann muni vakna aftur til lífsins og þá með hvaða hætti. Hálfdan hugsar út lausnina til hálfs með því að gera fullkomna áætlun um sviðsettan dauðdaga, og fær útsmogna glæpamenn, þá Ormar og Natan, til að útvega lík sem hægt er að jarða í hans nafhi. En hvorki lesandann né Hálfdan órar fyrir endalokunum; að hinn ímynd- aði og loks sviðsetti dauði muni leiða hinn lítilsiglda sendibílstjóra til frelsis, ástar og hamingju; himnaríkissælu sem hver meðal píslarvottur gæti verið fúll- sæmdur af. Þannig er sagan af Hálfdani Fergussyni ekki einungis saga af þrá- hyggju heldur er þetta saga af píslarvotti sem lætur lífið fyrir óbilandi sannfær- ingu sína... og kemst til himna að lokum eftir ofurmannlegar raunir. í sögunni er leikið með ýmis tákn og vísanir sem tengjast merkingarsviði hefðbundins kristilegs skilnings á dauða, upprisu og eilífu lífi og blandað saman við hug- myndir spíritista um framhaldslíf. Dauði Hálfdans Fergussonar tengist með einhverjum hætti öllum þessum merkingarsviðum og sá sérkennilegi samslátturveldurþví að dauðastríð hans verður í senn táknrænt, fjarstæðukennt og sannfærandi, þótt undir lokin sé engu líkara en hinn dularfulli miðill, Drúsilla Kjartansdóttir, sé í hlutverki örlaga- nornar sem er að gera Hálfdan Ferg- usson að leiksoppi og hafa hann að fífli. Og þótt píslarsaga Hálfdans virðist á köflum vera að leysast upp í þriggja stjörnu trylli staðfesta endalok hennar þann alvarlega undirtón og margræðni sem sagan hefúr. Hamskipti Sagan um Hálfdan Fergusson er ekki öll þar sem hún er séð fremur en Iíf og/eða dauði aðalpersónunnar. Hún vísar í hamskiptaminnið og það liggja leyndir þræðir milli Hálfdans Fergussonar og Gregors Samsa sem vaknaði einn morg- uninn í líki pöddu og uppgötvaði að furðu lítið hafði í rauninni breyst. í sög- unni ríkir andrúmsloft sem minnir einna helst á sögur Kafka þar sem sögu- hetjan er læst inni í fjarstæðukenndum og vonlausum aðstæðum og getur engin áhrif haft á örlög sín. Munurinn er þó sá að í sögu Steinunnar er vonarglæta þar sem „sá dauðadæmdi“ sýnir óvænt frumkvæði og hugdirfsku við að hafa áhrif á gang mála. Hamskiptaminnið er ef til vill best fallið til að tjá andrúmsloft tímans undir lok 20. aldar þar sem veröldin virðist stödd í miðjum hamskiptum og óljóst hvert stefnir. í nýrri franskri skáldsögu eftir unga skáldkonu, Marie Darrieus- secq sem hlaut nafnið Gylting í íslenskri þýðingu er einnig leikið með ham- skiptaminnið en þar breytist kona í svín í bókstaflegri merkingu. Gyltingfdur þó í sér öllu myrkari sýn en Hanami því þar er heimurinn augljóslega á hverfanda hveli og ragnarök í nánd. Saga Steinunn- TMM 1998:3 www.mm.is 143
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.