Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 42
CHRISTA SCHMIDT
urinn yfirgaf herbergið og læsti okkur inni. Ég hélt að þér væruð eldri, sagði
Zoltan. Ég heilsaði honum ofurlítið vandræðaleg og einbeitti mér að
upptökutækinu. Hann gladdist yfir tóbakinu, hellti handa okkur kaffi í
bollana og vafði sér sígarettu. Ég horfði á hann, hendurnar, axlirnar, hárið, í
augun leit ég aðeins örfáar sekúndur. Ég fór ekki úr jakkanum og hann
spurði heldur einskis. Við nefndum ekki einu orði hvað ég vildi fá að vita um
hann, ekki orð um glæpinn hans, ekki orð um feril hans sem leikara, heldur
ekki um útgöngubannið. Hann notaði hverja einustu sígarettu til að kveikja
sér í þeirri næstu, sló öskuna á undirskálina, talaði um ritstjórnarfundi,
útvarpsviðtal og bréfaskipti við starfsbræður sína þarna úti, svonefnda
sjálfstæða rithöfunda. Reykurinn varð fljótlega eins og þokubakki á milli
okkar sem var mér að skapi. Bandið gekk, ég leyfði honum að tala, sneri
snældunni við eft ir hálftíma og þegar vörðurinn kom inn í herbergið var mér
ljóst að á snældunni væri ekkert sem ég gæti notað í grein. Að skilnaði sagði
ég eitthvað í þeim dúr að við ættum vonandi eftir að tala oft og lengi saman.
Það vona ég líka, sagði Zoltan og bað mig að hinkra augnablik. Hann sótti
bók í klefann sinn, með áritun, án dagsetningar. Kannski langar þig að kíkja í
hana. Allt í einu var hann farinn að þúa mig. Mér var ekki ljóst, hvort það var
merki um trúnað, eða bara það hvað ég var ung.
Þegar ég yfirgaf bygginguna leið mér eins og ég væri dofin, jörðin virtist
dúa undir fótum mínum. Ég fann fyrir eins konar þoku sem lagðist yfir
skynjunina, það var eins og ég hefði farið að heimsækja einhvern í völundar-
húsi og vingjarnlegt fólk hefði lokið upp fyrir mig dyrum sem leiddu til hans.
Ég var búin að gleyma rimlunum og líkamsleitinni. Ég fór upp í neðan-
jarðarlestina og daginn eftir pantaði ég annað viðtal.
Viku seinna, þegar ég var enn á leið til Tegel, jakkalaus, var ég ekki síður
óstyrk en í fyrra skiptið, enda þótt ég vissi nú hvað biði mín. Nei, í rauninni
vissi ég það ekki. Starfsfólkið heilsaði mér eins og gömlum kunningja,
bumban var ekki þukluð, það var ekki leitað í tóbakinu né heldur í upp-
tökutækinu eða fimmsnældupakkanum sem ég hafði keypt á tilboðsverði.
Þegar ég ætlaði að rífa pakkann upp til að stinga fjórum snældum í geymslu-
hólf gaf gæslukonan mér bendingu og hleypti mér í gegn með töskuna þar
sem ég geymdi líka svissneska vasahnífmn minn.
Zoltan beið fyrir utan viðtalsherbergið, það var búið að setja bollana,
hitakönnu og öskubakka á borðið. Hálfgert faðmlag og síðan settist ég eins
og áður og sneri baki í gluggann. Vörðurinn leit sem snöggvast inn í
herbergið, kinkaði kolli til mín og lokaði dyrunum. Ég tók upptökutækið,
snældurnar og tóbakið upp úr töskunni. Zoltan hellti kaffi í bollana. Þú ætlar
ekki að koma litlu í verk á einum klukkutíma, sagði hann og benti á
fimm-snældupakkann. Ég stakk snældu í tækið og bað hann um raddprufu.
40
www.mm.is
TMM 1998:3