Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 78
RICHARD WAGNER maturinn kaldur. Ég borða og held áfram að lesa. Sanne vill að ég gangi frá íbúðinni hennar. Segi upp leigusamningnum. Steffí er með lykilinn. Og af hverju gerir Steffí það þá ekki? Ég held áffam að borða. í bakgrunninn hljómar Santur-tónlist. Shivkumar Sharma eða eitthvað svoleiðis. Að mál- tíðinni lokinni fer ég upp og sest við tölvuna. Nenni því ekki, en banka- reikningurinn. Dagurinn líður. Þegar líður að kvöldi hringi ég í Steffí. Ég fékk bréf, segi ég. Komdu á „Kyrkingarengilinn", segir hún. Klukkan tíu. Hún er komin þegar ég labba inn á barinn. Hefur meira að segja náð í tveggjamannaborð. Koss. Ég sest hjá henni. Það er búið að dæma hana, segir Steffi formálalaust. Fékk fimm ár. Ekkert smá. Alein í þessu breska fangelsi. Ekki gott að segja, segir hún. Steffi er óvenju þungt hugsi. Einhver uppgjöf í svipnum á henni. Ég legg bréfið á borðið. Hún les það og kinkar nokkrum sinnum kolli á meðan. Lítur upp. Virðist hafa tekið þig inn að hjartanu, segir hún. Alltaf söm við sig, hugsa ég með mér. Og hvers vegna, segi ég. Hvers vegna á ég að ganga frá íbúðinni? Steffi horfir þegjandi á mig. Það þekkir þig enginn, segir hún svo. Þú hefur ekkert með málið að gera. Þú veist, segir hún. Það er aldrei að vita hverjir eru þarna á vappi. Hún talar eins og atvinnumanneskja. Hér eru lyklarnir, segir hún. Af hverju ert þú með lyklana, segi ég. Þeir liggja á borðinu fyrir ffaman mig en Steffí heldur hendinni yfir þá. Stingdu þeim á þig, segir hún. Ég tek þá svo lítið ber á. Laglega gert, segir Steffi og hlær, en hún lítur í kringum sig um leið. Steffi, hvað er að, segi ég. Hún segir ekkert. Ég hitti þann suður-ameríska, segir hún. Hann lét mig hafa lyklana. Og af hverju sér hann ekki um þetta, segi ég. Það er ekki hægt, segir Steffi, þeir eru á eftir honum. Svo segir hann að minnsta kosti, bætir hún við. Aumingi. Algjör aumingi. Einmitt það sem Sanne vantaði. Steffí er reið. Er hún að meina að Suður-Amríkaninn eigi sök á öllu saman? Og af hverju sérð þú ekki um þetta, segi ég. Steffí horfir beint framan í mig. Svo fær hún sér sopa úr vínglasinu í vandræðum sínum. Það er eins og hún sé að hugsa sig um. Vertu ekki að þessu röfli, segir hún. Þetta er ólíkt Steffi. 76 www.mm.is TMM 1998:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.