Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Qupperneq 43
VIÐTAL
Hann sagði eitthvað einkennilegt, í líkingu við það rignir innan í mér og
endurtók þetta nokkrum sinnum, þar til við fórum að hlæja.
Ég dró minnisbókina mína upp úr vasanum, en spurningarnar sem mér
höfðu þótt svo mikilvægar á meðan ég sat við ritstjórnarborðið hefðu ýmist
hljómað vandræðalegar, nærgöngular eða ómerkilegar við þetta borð.
Kannski hefði ég átt að lesa bók Zoltans til enda. Eftir að hafa lesið fyrstu
söguna, dálítið viðkvæmnislega bernskuminningu, hafði ég lagt hana frá
mér. Nú fyrst spurði ég sjálfa mig, hvað ég væri að vilja hér, hvað ég vildi
þessum manni. Að vera ögrandi, sem var eins konar viðkvæði í blaðinu
okkar, virtist mér eiga jafn illa við í þessu herbergi og á gjörgæslu. Við sátum í
viðtalsherberginu og Zoltan talaði. Hann sagði frá Wilfried sem hafði lokið
gagnfræðaprófi í tukthúsinu og vann nú við að skúra gólf fyrir fjögur mörk
og sextíuogtvö pfennig á dag, þar eð ekki var neina aðra vinnu að hafa. Hann
er orðinn þreytulegur strax á morgnana þegar hann kemur í klefann til mín,
sagði Zoltan. Wilfried segir fátt og oftast það sama. Til hvers? Zoltan sagði
líka frá nokkrum öðrum föngum sem hann kallaði félaga sína. Ég horfði á
hendurnar á honum, hvernig þær lágu á borðinu, hvernig hann hélt á
kaffibollanum, renndi fingrum í gegnum hárið. Sólin skein á hnakkann á
mér, ég sneri snældunni við og sú hugsun flögraði að mér að þegar snældan
væri á enda væri samtali okkar líka lokið. Ég var ekki með úr á mér og Zoltan
ekki heldur. Nú talaði hann eins og við hefðum nægan tíma og ég greip
sjaldan ffarn í fyrir honum. Þegar hann kvartaði undan því að félagshyggja
ætti ekki upp á pallborðið í fangelsinu, hann mætti ekki einu sinni lána
útvarpið eða ritvélina sína, var mér skapi næst að spyrja hvort það hefði verið
þess vegna sem hann var settur í útgöngubann, en þá fannst mér allt í einu
annað skipta meira máli. Snældan var full, vörðurinn lét ekki sjá sig og ég
setti nýja í tækið. Zoltan, sagði ég, má ég spyrja þig um svolítið. Nú auðvitað,
sagði hann, til þess ertu hér. Ég var ekki alveg viss í minni sök, en spurði samt.
Fékkstu líka við skriftir, áður en þú lentir hér? Zoltan horfði forviða á mig.
Hvers vegna, sagði hann, hvers vegna? Hvers vegna ætti ég að skrifa, ef ég
væri frjáls?
Nú var mér skapi næst að slökkkva á tækinu, en ég lét það ganga. Zoltan
vafði sér sígarettu, ég sá hendur hans sem mér líkuðu jafnvel enn betur úr
nálægð en í bókabúðinni, þar sem ég hafði einungis tekið eftir því, hvernig
hann hreyfði þær, línunum sem hann teiknaði stundum í loftið á meðan
hann las. Ég lokaði augunum, sá hendur hans enn fýrir mér, sneri mér
undan, horfði út um gluggann þar sem flugvél var í þann mund að hefja sig á
loft. Ég spurði Zoltan ekki hvernig honum fýndist að vera lokaður inni með
útsýn yfir flugvöllinn. Kannski var hann farinn að venjast því. Ég var varkár í
spurningum, of varkár.
TMM 1998:3
www.mm.is
41