Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Síða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Síða 59
Volker Braun Það ólifða Ennþá geng ég um í þessum búk sem logar af þrá og held ég sé að kafna úr sorg; eirðarlaus og ekki ákveðinn í neinu, alveg glataður og lifandi. En nóg um það. Nú er það grímuballið. Georg ætlaði yfir torgið en eiginlega var honum engin alvara með því; þetta óvenjulega fjör laðaði hann til sín, hann beindi skrefum sínum í átt að heimsklukkunni í þöglu samkomulagi við fáránlega tilfinningu sína. Hann átti ekki von á neinum, neinu eða neinum: og þetta lífsfjör allt um kring! þessi nýi losti! Framandi taumlaust vald hafði lagt undir sig vöruhús og verslanir, fánar þess blöktu á framhliðum þeirra og ljósaauglýsingarnar huldu ufsirnar. Vörurnar flæddu á sundurdregnum grindum út um dyrnar undir drynjandi músík; og óp götusalanna bak við hlaðin borð með ávöxtum og drasli undir borgarbrautarbrúnum og jafnvel slæpingjarnir sem voru á stjái birtust sem farandkaupahéðnar og þurftu að losa sig við eitthvað, eitthvert skran. Koma því í verð, sagði hann við sjálfan sig, koma öllu í verð. Hann var enn glaður í bragði þar sem hann hélt leiðar sinnar án nokkurs erindis og með lafandi handleggi þegar uppveðrað tal tveggja Grikkja eða Tyrkja fékk hann til að staldra við söluborð, þeir voru að fylla stóra poka, fullir hrifningar yfir eigin framboði: Alltfyrir tíu mörk (hrörlegar ferskjur, en það gat hann ekki vitað, og bananar, rotið blómkál) frábær gjöf handa barnmargri ástkonu, hugsaði hann í vímu og bar byrðina feiminn. Inn í hóp háværra liðugra karlmanna, svikahrappa sem sátu á hækjum sér við litlar öskjur með sjálfskeiðunga í jakkavösunum; heimamenn, ennþá ringlaðir í þessum framandi heimi, létu lokkast svo þeim var ekki við bjargandi og sjálfur var hann gripinn ómennskri græðgi! Hann reif sig lausan og gekk undir volduga klukkuna til þess handahófstíma sem þar ríkti og horfði á klukkur heimsins. Þær gengu allar vitlaust. Georg hafði fyrir löngu, fyrir mörgum dögum, mælt sér hér mót við Luise: klukkan 12 að miðevrópskum tíma, til þess að halda áfram með henni. Halda áfram ... í daðrinu eða út í lífið. Hann hafði ekki spurt sjálfan sig að því, fannst sér ekki leyfast það. Hún var allt of ung, hlaut að sýnast barn við TMM 1998:3 www.mm.is 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.