Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 36
MICHAEL WILDENHAIN Ellefu mínútur yfir tólf. Eitt sinn að áliðnum degi stendur Martína sem heitir Dupot að eftirnafni, á lóð sem er í miðju gamallar húsasamstæðu: það er búið í garðhýsinu, hliðarvængurinn er yfirgefm verksmiðja þar sem framleidd voru pappa- spjöld. Martína Dupot þekkir einungis skírnarnafn sem hefur verið krotað á innkaupamiða og símanúmer sem enginn hefur svarað í til þessa. Umsókn hennar um landvistarleyfi hefur verið hafnað. Hana vantar giftingarpappíra. Það hefði fyrir löngu átt að vera búið að lýsa með hjón- unum. Allt hefur orðið að gerast í miklum flýti. Hún þarf að skipta um íbúð daglega. Þeir gætu sótt hana eftir átta daga. Þá sæti hún í varðhaldi, þar til hún færi úr landi. Lögmaður hennar gæti ekkert aðhafst í málinu. Það eru fjórir inngangar á verksmiðjunni. Enn er ekki komið myrkur. Himinninn er þungbúinn. Martína hvíslar hálfvegis, þegar hún kallar fram- andi nafn verðandi eiginmanns síns sem hún hefur aldrei hitt. Henni kemur í hug það sem vinir hennar sögðu: „Við erum búnir að ganga frá öllu.“ Fyrir gluggunum sem snúa út að lóðinni eru gluggatjöld. Þau þokast hægt til hliðar. Andlit koma í ljós. Tyrkir og Þjóðverjar. Þvínæst er glugga hrundið upp. Gæti verið hver sem er: útlendingalöggurnar. Einhver kallar á hana upp og skellir í lás á eftir henni. Hugsanlegt að ungi maðurinn sem hallar sér fram yfir blikkið á glugga- karminum ásamt vinkonu sinni - með stríða lokka og Rottweilerhund sem sleikir á henni handarbakið - finni á þessu augnabliki ekki aðeins fyrir samúð með Martínu, heldur sé líka að byrja að verða skotinn í henni. Hún fær kaffi og kökur. Rottweilerhundurinn maular kex. Hugsanlegt líka að Maríó velti því fyrir sér, þegar hann fer kvöldið eftir með sex ára frænku sinni og verðandi eiginkonu í bíó til að sjá Pocahontas, hvað gæti komið fyrir hana eftir fáeina daga í fangelsi í Afríku. Hugsanlegt að það sé þess vegna sem hann tekur ósjálfrátt með hægri hendinni utan um vinstri handlegginn á henni. Fimmtán mínútur yfir tólf. Á meðan móðir Maríós húkir fýrir framan pýramída úr vandlega sleikt- um glösum og á meðan vinkona Maríós lætur hugarvílið ná tökum á sér, á meðan nýtt lag hljómar úr djúkboxinu og hnífurinn gengur ekki á milli Martínu og Maríós, laumar Friedrich Torgau sér í skuggann af skilrúmum sem búið er að ýta saman og tekur sér stöðu á bak við tjald sem lyktar af ryki. Enn er lanst rúm á kornakrinum, því nú er sumar og ekkert sem mæli á móti því. Þegar tónlistin byrjar kyssir Maríó Martínu. 34 www.mm.is TMM 1998:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.