Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Síða 12
MASSIMO RIZZANTE birtist í þeim „sannleika" sem virðist óhjákvæmilegur, rétt eins og atburðir í mannkynssögunni gætu ekki annað en gerst. M.R.: Ricardo Reis er einn af þekktustu dulargervingum Pessoa, ásamt Al- varo de Campos og Alberto Caeiro. Hvers vegna kaustu að nota Ricardo Reis, þennan tortryggna og forlagasinnaða lækni, sem er „latínumaður að mennt og hálf-hellenískur að skólun“, eins og skapari hans kallaði hann eitt sinn, frekar en einhvern annan af dulargervingum hans? J.S.: Ricardo Reis var minn fyrsti Pessoa. Ég var átján ára þegar ég las hann og lengi vel hélt ég að í raun og veru væri til skáld með þessu nafni. Það var ekki fyrr en nokkru seinna sem ég áttaði mig á því að Ricardo Reis væri dulargerv- ingur Pessoa. Þrátt fyrir það hef ég alla tíð haldið í þessa fyrstu tilfinningu að Reis væri sjálfstæð persóna, rétt eins og hann tilheyrði æðri tegund dular- gervinga. Tvíbent samband mitt við Reis tengdist kringumstæðum sem voru ævisögulegar í tvennum skilningi (snertu ævi hans og mína): annars vegar var ég heillaður af fullkominni fegurð lofkvæðanna sem hann samdi í klass- ískum stíl; hins vegar fann ég til pirrings út í manninn sem skrifaði einu sinni: „Vitur er sá maður sem lætur sér nægja að horfa á sjónarspil heims- ins.“ Þegar ég fékk hugmyndina að bókina, algerlega óvænt eins og venju- lega, kom hún á sama tíma til mín og Ricardo Reis og ég gerði ekkert annað en að taka á móti þeim, honum og henni. M.R.: Ef persóna er leið til að setja spurningarmerki við tilveruna og mögu- leika hennar, hvaða möguleikar holdgerast þá í Ricardo Reis? J.S.: Ricardo Reis er í senn tilbúningur minn og dulargervingur Pessoa sem þýðir að hann var til fyrir, að hann var þegar „til“ áður en síðasta árið í lífi hans leið í skáldsögu. Sama er ekki hægt að segja um Emmu Bovary eða Julien Sorel: það er sama hversu lifandi þau kunna að virðast í augum les- enda, þá öðluðust þau ekki líf fyrr en Flaubert og Stendhal „teiknuðu" þau á pappírsörk. Erum við ekki líka, hvert og eitt okkar, „spurningarmerki við til- veruna og möguleika hennar“? Ricardo Reis er maður sem hefur aldrei verið til, en hefur engu að síður skrifað ljóð. Finnst þér það ekki vera talsvert? M.R.: O Ano da morte de Ricardo Reis er ein þeirra skáldsagna þar sem „það sem gerist á leiðinni“ ákvarðar sjálfa leiðina, rétt eins og í A Jangada depedra (Steinflekinn, 1986) eða Historia do cerco de Lisboa (Sagan af umsátrinu um Lissabon, 1989): rétt eins og framvinda sögunnar byggist ekki á eiginlegum söguþræði, heldur meginhugmynd sem stjórni allri framvindu skáldsög- 10 www.mm.is TMM 1998:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.