Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 61
AÐ TJALDABAKl í IÐNÓ VETURINN 1934-35 mér undir uggum, vonandi held ég hugarró minni. Það hleypur póli- tík í alla hluti hjá blöðunum í þessu landi. Þegar fólk í einum flokki berst t.d. fyrir því að ljúka við nýja leikhúsið, þá skrifar andstæðinga- blaðið um leið að það sé hreint brjálæði, að ekki sé til nein leiklist hér o.s.frv. - eins þótt þessu ágæta fólki finnist í raun og veru sjálfu að leikhúsið eigi að koma sem allra fyrst. En það er barist með öllum vopnum og á langtum grófari hátt en hugsanlegt væri í Danmörku.23 Vegna þess sem Gunnar segir um „nýja leikhúsið“ er rétt að minna á, að Þjóðleikhúsbyggingin var um þetta leyti risin af grunni. En ffamkvæmdir við hana lágu niðri, vegna þess að Alþingi hafði tekið fýrir fjárveitingar tveimur árum fyrr. Gunnar segir vini sínum einnig fr á því að nokkrum dögum eft ir komuna til íslands hafi birst í blaði grein um að ég hefði aldrei gert nokkurn skapaðan hlut í Danmörku og hefði aldrei komið til íslands, hefði ég fengið eitthvað að gera heima. Afar elskulegt, fmnst þér ekki? Höfundurinn klykkti út með því að leggja til að Leikfélagið yrði svipt ríkisstyrknum úr því það gengi svo langt að ráða danskan mann til að stýra íslenskri leiklist; Danir eru nú einu sinni ekki vel séðir hér. Ég glotti bara - mér finnst þeir ættu nú að leyfa mér að spreyta mig fyrst, þeir geta þá jafnað um mig að því loknu. Tveimur dögum síðar birtist löng varnargrein fyrir mig, hún var dá- lítiðýkjukennd, ég vona að þeir skilji það ekki heima! Það besta var að málsvari minn spurði, hvort ísland væri í raun og veru slík ruslahola, að einungis þeir duglausu gætu hugsað sér að koma hingað - í refsing- arskyni. Skrif þau, sem Gunnar vitnar hér til, birtust í Nýja dagblaðinu, blaði sem nokkrir framsóknarmenn héldu úti. Það sagði fyrst ffá komu hans í nafn- lausri grein, og var tónninn ekki beinlínis vinsamlegur: „Það getur vel verið að þessi danski maður sé sæmilega leikmenntaður og starfhæfur í sínu föð- urlandi. Nýja dagblaðinu er þó ekki kunnugt um að hann hafi getið sér neinn sérstakan orðstír fyrir leiklistarstarfsemi sína í Kaupmannahöfn. Enda er fremur ólíklegt að hann mundi hverfa að leikstjórn hér, ef mikil eftirspurn væri eftir starfskröftum hans í Danmörku.“24 Blaðinu finnst alveg ffáleit ráðstöfun að fá hingað danskan mann til að kenna íslensku fólki að bera fram íslenskt mál á leiksviði; slíkar ráðstafanir þurfí athugunar við áður en haldið sé áfram að veita Leikfélaginu styrki úr opinberum sjóðum. En Gunnar átti hauk í horni. Málsvari hans, sem hann nafngreinir ekki í bréfinu, var enginn annar en Halldór Kiljan Laxness, sem brást skjótt við og tók svari hans skörulega. Halldóri fmnst, að öllum sem láta sig nokkru skipta framtíð íslenskrar leiklistar ætti „að vera það fagnaðarefni að hingað kemur TMM 1998:4 www.mm.is 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.