Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 68
JÓN VIÐAR JÓNSSON Lítum nú sem snöggvast í leikdómana. Kristján Albertsson hefur sem fyrr góð orð um framlag Gunnars, ekki síst tónsmíðarnar sem eins og hljóma „út úr annarlegum heimi - þar sem náttúruöfl og skapanornir knýja rás lífsins þangað sem henni er ætlað að falla.“41 Honum þykir aðeins taka því að nefna þrjá leikendur og um Arndísi segir hann, að víða hafi verið „mikil fegurð yfír leik hennar, hún á þann hreinleika hjartans, einlægnina og tilfinningaríkið sem til þurfti, - en ekki þann unga funa, þann blossa af krafti sem til þarf að vega upp á móti öllu hinu dapra og lýjandi í efni leiksins, og lyfta sorgarsögu hans upp í æðra veldi fegurðar og tignar.“ Guðbrandur Jónsson á aftur á móti vart orð til að lýsa aðdáun sinni á leik Arndísar sem sé ekki „villtur, heldur menningarfágaður“ og „svipur ungfrúarinnar, fas og útlit yndis- fagurt“.42 Nýja dagblaðið er einnig mjög ánægt með frammistöðu hennar í stuttum, nafnlausum dómi,43 og „x-y“ Alþýðublaðsins segir margt fallegt og vandað í leik hennar. Þó eigi ungfrúin „ekki til þann mikilleik, þann per- sónuleika, þann glæsilega andans eld sem sú leikkona verður að hafa sem tekur að sér að leika slíkt hlutverk sem þetta“ og því hafi sýningin hlotið að detta dauð niður.44 í hlutverki Dicks, hins ótrúa elskhuga Nönnu, var Indriði Waage. Indriði fékk að þessu sinni afleita dóma fyrir leik sinn, jafnvel hjá Guðbrandi Jóns- syni sem var þó oftast óspar á lof um hann. Kristján Albertsson segist tæpast hafa séð hann í hlutverki sem honum hafi farið verr: Honum varð það á að gera þennan unga sveitapilt alltof kauðalegan og tætulegan - hann hefði mátt bera sig miklu betur og meiri manns- bragur átt að vera á gervi hans og framgöngu. Það er auðfundið að skáldið hugsar sér Dick sem álitlegan, hraustan, ástríðumikinn strák, þó að brestur sé í skapgerð hans (Oh, young man in your strong hun- ger, segir Nanna við hann svo ég vitni í frumtextann sem ég hefi hér við hendina). Hvernig getur maður faðmað að sér unga stúlku sem hann ann, eins sljóft [svo] og dauflega og Dick gerir í öðrum þætti - á þessu stóra, tragíska augnabliki, hinu eina í lífi Nönnu, þegar hún var hamingjusöm í ást sinni! Nýja dagblaðið segir Indriða gera úr stráknum þann erkiræfil „að furðulegt má heita ef svo er um búið frá hendi höfundarins. Það er naumast hægt að finna snefil af mannrænu í fari hans. Og allmjög er það í ósamræmi við skapþætti þá sem sterkastir eiga að vera í fari Nönnu að hann nái ástum hennar, en þó því síður hitt, að henni þyki ómaksins vert að vinna honum bana.“ Hvað segir svo leikstjórinn sjálfur um leik Indriða? Ekki verður beinlínis sagt að hann sé í skýjunum, þegar hann skrifar Poul Juhl: 66 www.mm.is TMM 1998:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.