Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Blaðsíða 58
JÓN VIÐAR JÓNSSON Á hinn bóginn mátti Gunnari R. Hansen vera að því nokkur huggun, að hans yrði minnst á íslandi. Hann vissi fullvel, að hér hafði hann fengið að lifa merkileg tímamótaár í leiklistarsögunni, og honum var bersýnilega umhug- að um, að framlag hans til þeirra yrði metið að verðleikum, a.m.k. þegar fram liðu stundir. Þetta sést best á því, að hann gerði ráðstafanir til þess, áður en hann lést, að allar eigur hans og persónuleg gögn, s.s. handrit, bréf, dag- bækur, skissur o.þ.h., rynnu til íslenskra safna, Landsbókasafns og Þjóð- minjasafns. Er handritasafnið eitt mikið að vöxtum, því að Gunnar var hirðumaður á gögn sín, og það svo, að hann tók einatt afrit af einkabréfum til vina sinna í Danmörku og hélt þeim eftir. Eru þau bréf, sem vitnað verður í hér á eft ir, þannig til komin. Þar er að fmna ómetanlegan vitnisburð um það, hvernig íslenskt leikhús horfði við menntuðum dönskum leikhúsmanni, og ætti ekki að koma á óvart, að þau birta talsvert aðra mynd af leikurum okkar en hávaðinn af blaðadómum samtíðarinnar- að ekki sé minnst á þann fróð- leik sem þau miðla um sumt af því sem gekk á að tjaldabaki. Starfi Gunnars í þágu íslenskrar leiklistar verða ekki gerð fullnægjandi skil nema í vandaðri greinargerð, jafnvel sérstakri ævisögu, byggðri á ítarlegri heimildakönnun. Það liggur í hlutarins eðli, að slík könnun yrði tímafrek, svo mikið sem efnið er, en hún bíður væntanlega síns tíma. Búast hefði mátt við nokkrum vísi til hennar í söguriti því sem Leikfélag Reykjavíkur efndi til í tilefni af aldarafmæli sínu í fyrra og réð sagnfræðingana Þórunni Valdimars- dóttur og Eggert Þór Bernharðsson til að skrifa. En það verður því miður að segjast eins og er, að þar er tekið á þætti Gunnars með ófullnægjandi hætti. Starf hans veturinn 1934-35 er þannig afgreitt á rúmlega blaðsíðu og aðeins vitnað í einn leikdóm um eina af sýningunum fimm.14 Af átján sviðsetning- um hans fyrir L.R. eftir 1950 er einungis borið við að fjalla um sex, svo nokkru nemi, og það aðallega gert með tilvitnunum í loflegustu leikdóm- ana.15 Ekkert hefur heldur verið leitað til fólks, sem enn lifir og sumt kynntist Gunnari allvel, enda er af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hvergi stuðst við munnlegar heimildir í ritinu. Mesta furðu vekur þó, að höfundarnir hafa ekki notfært sér safn Gunnars, hvorki í Landsbókasafni né Þjóðminjasafhi, og verður ekki annað séð af heimildaskrá en þeim hafi verið tilvist þess ókunnug. Rétt er að nefna að lokum, að leikararnir Brynjólfur Jóhannesson og Árni Tryggvason rifjja stuttlega upp kynni sín afGunnari í endurminningabókum sínum.16 Frásögn Brynjólfs er fremur stutt og almennt orðuð, en Árni lýsir því býsna vel, hversu vel honum gat látið að starfa með leikurum. Þá hefur Steindór Hjörleifsson leikari skrifað stutta grein um framlag Gunnars til leiksögunnar, en er fremur fámáll um persónulega viðkynningu þeirra.17 Sveinn Einarsson getur hans einnig að nokkru í minningabók sinni, Níu ár í neðra.18 56 www.mm.is TMM 1998:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.